„Það er oftast hægt að finna mig uppi í sófa“

Alexsandra Bernharð.
Alexsandra Bernharð. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Alexsandra Bernharð býr með kærasta sínum, Níelsi Adolf Svanssyni, í Norðurmýrinni en þangað fluttu þau í desember í fyrra. Alexsandra er mikil smekkmanneskja eins og heimili hennar gefur til kynna en hún heldur úti blogginu Shades of Style og fjallar þar m.a. um tísku og hönnun.

Hver er upp­á­haldsstaður­inn þinn heima?

Það er oftast hægt að finna mig uppi í sófa og undir teppi, þar er alltaf svo notalegt.

Hver er þín uppáhaldsverslun?

Ég er mjög hrifin af H&M Home í augnablikinu en hér heima versla ég mikið í Ikea, Ilvu, Epal og Hrími.

Er gælu­dýr á heim­il­inu?

Já, við eigum fisk sem heitir Kobbi. Annars er kærastinn minn að reyna að sannfæra mig um ágæti þess  að við fáum okkur hund en ég er með ofnæmi fyrir hundum svo fiskurinn verður að duga í bili.

Hver er upp­á­haldshlut­ur­inn þinn?

Það er mjög erfitt að velja bara einn hlut, ég á svo marga fallega hluti sem ég held upp á en ég get nefnt Kartell-lampann minn sem ég fékk í útskriftargjöf og Iittala Alto-vasann minn sem amma og afi gáfu mér í tvítugsafmælisgjöf.

Áttu þér upp­á­haldshús­gagn?

Já, það er nýja HAY  Tray-borðið mitt.

Eld­arðu mikið heima?

Já, ég geri það. Ég myndi segja að ég eldi fimm sinnum í viku og svo leyfum við okkur stundum að fara út að borða eða fá okkur eitthvað fljótlegt. Mér finnst mjög gaman að elda en ég kann þó bara að gera nokkra rétti svo það er ekki mjög mikill fjölbreytileiki í gangi.

Ertu dug­leg að taka til og henda því sem þú not­ar ekki?

Ég er mjög dugleg að færa hluti til og breyta en ég hendi aldrei neinu. Við erum búin að búa hérna í tíu mánuði og þetta er fyrsta íbúðin okkar svo við eigum ekki of mikið af dóti.

Hvað ertu með uppi á veggj­um?

Ég er með nokkrar myndir uppi á veggjunum en svo er ég með eina Ribba-myndahillu úr Ikea fyrir ofan sófann, mér finnst hún koma mjög vel út og það er gaman að geta breytt án þess að gera gat í vegginn. Nýjasta viðbótin á vegginn er My Guide to London plakatið eftir David Ehrenstrahle.

Hvernig er draumaheim­ilið þitt?

Mig dreymir um fallega hvíta og bjarta íbúð í Stokkhólmi eða Kaupmannahöfn í augnablikinu. Með fallegu hvítu eldhúsi, stórum gluggum og helst litlum svölum þar sem ég gæti setið og borðað morgunmatinn minn. Auðvitað má vera fataherbergi líka!

Áttu ein­hver ómiss­andi hús­ráð?

Þar sem ég er nýbyrjuð að búa þá get ég ekki sagt það. Amma mín var svo yndisleg að gefa mér bók sem heitir Handbók heimilisins svo ég nota hana mikið ef ég lendi í vandræðum.

Heima er best.
Heima er best. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson
Grátt og hvítt einkennir heimili Alexöndru.
Grátt og hvítt einkennir heimili Alexöndru. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson
Krúttlegt.
Krúttlegt. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Alexsandra er hrifin af pottaplöntum.
Alexsandra er hrifin af pottaplöntum. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson
Hvítt ofan á hvítt. Smekklegt.
Hvítt ofan á hvítt. Smekklegt. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Eldhúsið er rúmgott.
Eldhúsið er rúmgott. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson
Það er skandinavískur stíll á heimili Alexöndru.
Það er skandinavískur stíll á heimili Alexöndru. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Grái veggurinn setur hlýlegan svip á svefnherbergið.
Grái veggurinn setur hlýlegan svip á svefnherbergið. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson
Sæt uppstilling.
Sæt uppstilling. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál