Notaðu haustlaufin til að fegra í kringum þig

Þessar krukkur gefa frá sér hlýlega birtu þegar þær eru …
Þessar krukkur gefa frá sér hlýlega birtu þegar þær eru upplýstar með kerti. Ljósmynd/www.sparkandchemistry.com/

Þegar hausta tekur falla laufblöðin af trjánum í öllum regnbogans litum. Gul, rauð og appelsínugul laufblöð eru áberandi. Á heimasíðu Spark and Chemistry má nálgast ýmsar sniðugar hugmyndir um hvernig hægt er að gera fallegt í kringum sig á einfaldan hátt, m.a. með haustlaufblöðum úr garðinum.

Það sem þú þarft til að útbúa þessar krúttlegu haust-krukkur er:

  • tómar krukkur
  • haustlaufblöð (ekta eða gervi)
  • lím sem þornar glært
  • pensil
  • borða til skrauts

Aðferðin er einföld. Þú berð þunnt lag af lími á krukkuna og límir svo laufblöðin handahófskennt á. Á þessum myndum eru notuð gervilauf. Þegar límið er þornað er fallegt að mála aðra umferð af glæra líminu yfir laufblöðin, þannig fæst glansandi áferð á laufblöðin og þau festast betur á krukkuna. Þessar haust-krukkur henta vel undir sprittkerti en birtan sem fæst frá þeim er einstaklega hlýleg.

Það er hægt að nýta haustlaufin í föndur.
Það er hægt að nýta haustlaufin í föndur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál