Gerðu rúðurnar „sandblásnar“ með AB mjólk

Hér sést hvernig Ásta Björk notaði AB mjólk sem filmu …
Hér sést hvernig Ásta Björk notaði AB mjólk sem filmu í gluggann. Ljósmynd/Ásta Björk

Ásta Björk, sem er 35 ára gömul tveggja barna móðir og eiginkona, heldur úti blogginu raudarvarir.com lúrir á mörgum góðum ráðum þegar kemur að heimilinu. Síðuna rekur hún ásamt Söndru vinkonu sinni. Á dögunum prófaði Ásta Björk að „sandblása“ rúðuna í útihurðinni hjá sér með AB mjólk. Útkoman er eins og best var á kosið.


„Ein af mínum uppáhaldsFacebook-like síðum er síðan „Skreytum hús“ en þar skiptast konur og menn á DIY ráðum. Kunningja kona mín hún Helga Þóra tók af skarið og ákvað að prufa AB-mjólk á gluggann sinn í stað gluggafilmu, og það svínvirkaði. Því varð ég auðvitað að prufa líka og deila reynslunni með ykkur.

En eitt ber að taka fram að þetta trix skal alls ekki nota í glugga þar sem raki er líkt og baðherbergi eða eldhúsi fyrir ofan vask eða eldavél, já og alls ekki í þvottahúsi,“ segir hún á bloggsíðu sinni.

IMG_4851.JPG

IMG_4855.JPG

IMG_4857.JPG

„Svo beið ég í cirka 3 klst og eftir það þá byrjaði þetta að líta út eins og
alvöru filma, ég verð nú að viðurkenna að mér létti. Eftir 5 klst var þetta alveg orðið gjörsamlega þurrt og virkilega flott og þurrt, ég fjarlægði málningateipið og þá leið þetta svona út,“ segir hún.

IMG_4875.JPG

„Ég er bara mjög svo ánægð með þetta. Svo er bara að sjá hvernig þetta verður eftir
mánuð, en það má jú bara alltaf endurtaka þetta eins oft og manni langar og breyta mynstrinu þess vegna,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál