Dýrasta hús Ameríku komið á sölu

Þetta rými er með stórkostlegu útsýni yfir Los Angeles.
Þetta rými er með stórkostlegu útsýni yfir Los Angeles.

Milljarðamæringurinn Jeff Green hefur sett glæsihús sitt í Beverly Hills á sölu. Forbes.com og americanluxurymag.com segja að þetta sé dýrasta hús Ameríku en það er falt fyrir 195 milljónir bandaríkjadala eða 24.137.100.000,00 íslenskar.

Húsið er engin smáasmíði en í því eru 12 svefnherbergi, 23 baðherbergi og risavaxinn bílskúr sem getur auðveldlega hýst 27 bíla. Auk þess er handútskorinn gosbrunnur í húsinu úr Carrera marmara. Gosbrunnurinn kemur frá Ítalíu og þykir mikið djásn.

Húsið er sérsniðið undir partístand en hægt er að bjóða allt að 1000 manns inn á heimilið án þess að það væsi um neinn. Í húsinu er einnig risastór stundlaug og spa og 50 sæta bíósalur.

Svo má ekki gleyma snúningsdansgólfinu og ballrom-herberginu.

HÉR er hægt að skoða húsið nánar.

Borðstofan er hugguleg.
Borðstofan er hugguleg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál