Hamptons-stíllinn tröllríður öllu núna

Speglaborð Söruh Jessicu Parker hefur verið efst á óskalistanum mínum …
Speglaborð Söruh Jessicu Parker hefur verið efst á óskalistanum mínum lengi.

Það var ekki laust við að hjartað tæki aukakipp þegar leikkonan Sarah Jessica Parker opnaði heimili sitt á Hamptons í New York fyrir fáeinum árum. Um er að ræða svona „frístundaheimili“ leikkonunnar í eiginlegum skilningi enda dvaldi hún þar í frítíma sínum. 

Þegar ég sá þessar myndir á sínum tíma hugsaði ég með mér að svona ætlaði ég nú aldeilis að hafa heima hjá mér þegar ég yrði stór. Á heimilinu blandar Parker saman IKEA-húsgögnum við fínni húsgögn frá Ralph Lauren og fleiri þekkta hönnuði.

Það sem olli eiginlega mestum aukakipp var speglaskrifborðið sem frú Parker var með í svefnherbergi sínu og notaði sem náttborð. Síðan þá hef ég verið ansi heit fyrir speglahúsgögnum og nota hvern krók og kima til að spegla svolítið upp. Það að vera með slíkan grip í svefnherberginu gerir þetta mikilvægasta herbergi hússins afar sjarmerandi. Svo ekki sé nú minnst á hvað það verður fallegt í herberginu þegar blóm eru komin í vasa og hlutum raðað fallega ofan á. 

Í dag þykir afar heitt að blanda saman mörgum ólíkum bláum vösum og ráða þeim saman í hóp. Þessir vasar eru með allskonar mismunandi munstri. Það sem er sjarmerandi við þessa bláu vasa er hvað þeir eru mikið Hamtons-eitthvað. Ef þú vilt bæta smá dassi af Hamtons inn á heimilið þitt þá ættir þú að fá þér munstraða mottu og svo væri ráð að vera með bólstraða borðstofustóla. 

Blóm eru líka áberandi á þessum Hamtons-heimilum eins og sést á myndunum. HÉR getur þú skoðað heimili Söruh Jessicu Parker til að fá innblástur. 

Svona var heima hjá Söruh Jessicu Parker á Hamptons.
Svona var heima hjá Söruh Jessicu Parker á Hamptons.
Að raða saman nokkrum mismunandi munstruðum bláum vösum á borð …
Að raða saman nokkrum mismunandi munstruðum bláum vösum á borð er mjög mikið Hamptons.
Gólfmotta með Hamptons-legu munstri.
Gólfmotta með Hamptons-legu munstri.
Þetta er ekta Hamtpons, röndóttur sófi, blóm og stórir hlutir.
Þetta er ekta Hamtpons, röndóttur sófi, blóm og stórir hlutir.
Á Hamptons hefur fólk smekk fyrir bólstruðum borðstofustólum sem eru …
Á Hamptons hefur fólk smekk fyrir bólstruðum borðstofustólum sem eru bólstraðir með svona járngöddum eins og sést hér.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál