Ásett verð hefur lækkað um helming

Húsið er einstakt.
Húsið er einstakt. redfin.com

Grínistinn Bob Hope var mikill fagurkeri. Hann bjó í vægast sagt glæsilegu húsi sem arkitektinn John Lautner hannaði. Húsið hefur verið til sölu í dágóðan tíma en ásett verð hússins hefur lækkað um helming á einu ári.

Húsið, sem er í Palm Springs, kostaði 6,2 milljarða króna í fyrra en núna kostar það 3,1 milljarða.

Húsið var byggt fyrir Bob Hope og eiginkonu hans, Dolores Hope, árið 1979. Húsið er einstakt og það er náttúran í kringum það líka. Húsið hefur að geyma 10 svefnherbergi og 13 baðherbergi en eigninni fylgir svo sundlaug, tjörn, foss, tennisvöllur, stór garður, pallur og útieldstæði svo eitthvað sé nefnt.

Fleiri myndir af húsinu fallega má finna HÉR.

Útsýnið úr húsinu er vægast sagt fallegt.
Útsýnið úr húsinu er vægast sagt fallegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál