Eitt lengsta fundarborð landsins

Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að hanna skrifstofur Plain Vanilla, sem bjuggu til Quiz Up leikinn. Skrifstofa Plain Vanilla er á efstu hæð við Laugaveg 77. Hanna Stína segir að breytingarnar hafi falist í því að gera höfuðstöðvar Quiz Up aðlaðandi og byltingarkenndar fyrir starfsmenn og þá sem koma í heimsókn. Hún segir að með hönnunni hafi hún reynt að fanga hina „creative“ stemningu sem ríki hjá fyrirtækinu.

Hanna Stína Ólafsdóttir innanhússarkitekt.
Hanna Stína Ólafsdóttir innanhússarkitekt. mbl.is

„Þetta er ungt og ferskt fyrirtæki sem að telur um 80 starfsmenn - en jákvæða orkan og vinnugleðin skín í gegn og það átti að endurspeglast í rýminu,“ segir Hanna Stína.

Hvað lögðu stjórnendur Plain Vanilla upp með þegar þú hófst handa?

„Þeir voru mjög opnir og og leyfðu mér að ráða flest öllu. Þeir treystu mér algjörlega fyrir þessu þó að vissulega hafi verið lagt upp með grunnþarfir. Það skipti máli að móttakan væri falleg og að fundaraðstöður væru góðar fyrir mismunandi tegundir af fundum og ekki síst gott mötuneyti og stórt opið rými fyrir starfsmenn og aðra að mætast í starfi og leik.“

Þú notar mikla liti á skrifstofurnar, er það afkastahvetjandi?

„Litir eru vissulega mjög þarfir fyrir góða skapandi orku og það var einmitt svo frábært hvað Quiz Up átti sterka og skilmerkilega litapallettu og logo sem gaman var að vinna með. Það eru þrír grunnlitir sem leggja línuna, hinn sterki Quiz Up rauði og svohvítur og svartur. Svo eru fimm stoðlitir sem að poppa upp hér og þar í húsgögnum, ljósabúnaði og grafík. Einnig er logið þeirra svo flott, ég notaði það til að búa til hurðarhandföng, sem og sandblástur í baðspegla og hitt og þetta.“

Veggklæðningin í móttökunni vekur athygli þegar skrifstofurnar eru heimsóttar. Um er að ræða svartan þrívíddarkork sem gefur góða hljóðdempun og er fallur fyrir augað. Hanna Stína segist vinna töluvert með slík efni og er alltaf jafnhrifin af þeim.

„Ég notaði hvítan krossvið sem klæðningar á veggi og móttökuborðið, veggirnir á ganginum fengu að klæðast hvítum gataplötum með LED lýsingu undir og svo notaði ég hvítt háglans Resin efni á gólfin. Svo er Quiz Up með eitt lengsta fundarborð landsins, sérsmíðað 6 metra borð sem er raðað saman úr kubbum.“

Húsgögnin  eru öll sérvalin með litapallettuna í huga sem og ljósin.

„Umhverfisgrafíkin er einnig mikilvægur þáttur og hér og þar um rýmið poppa upp spurningar úr leiknum á veggjunum og eldingarnar úr logoinu fá að vera einsog veggfóður. Svo er líka frábært fullbúið eldhús og einskonar „búr“ þar sem að fólk getur slappað af á bólstruðu gólfi með púðum sem einnig er gott rými fyrir krakka að leika sér í.

Bókahillurnar fanga allanregnbogann í litapallettunni þar sem að er ýmiskonar dót, til dæmis verðlaunagripir sem leikurinn hefur sankað að sér sem og persónulegri munir. Svo er auðvitað sístækkandi  „wall of fame“ veggur þar sem að verðlaunaplaköt og myndir af starfsfólkinu fá að hanga uppi,“ segir Hanna Stína.

Á skrifstofunni eru fallegir litir í forgrunni.
Á skrifstofunni eru fallegir litir í forgrunni.
Rauði Quiz Up liturinn er áberandi hjá Plain Vanilla. Hér …
Rauði Quiz Up liturinn er áberandi hjá Plain Vanilla. Hér má sjá mötuneyti fyrirtækisins.
Bókahillur í öllum regnbogans litum.
Bókahillur í öllum regnbogans litum.
Led lýsing er notuð víða.
Led lýsing er notuð víða.
Led lýsing og rauður veggur.
Led lýsing og rauður veggur.
Eitt lengsta fundarborð lansins er hjá Plain Vanilla.
Eitt lengsta fundarborð lansins er hjá Plain Vanilla.
Hægt er að leika sér endalaust með lýsinguna.
Hægt er að leika sér endalaust með lýsinguna.
Opið rými.
Opið rými.
Loftljósið setur svip sinn á þetta fundarherbergi.
Loftljósið setur svip sinn á þetta fundarherbergi.
Blá loft búa til stemningu.
Blá loft búa til stemningu.
Litapallettan er heillandi.
Litapallettan er heillandi.
Horft inn ganginn.
Horft inn ganginn.
Gulur er einn af grunnlitunum.
Gulur er einn af grunnlitunum.
Fundarherbergin eru af ýmsum toga.
Fundarherbergin eru af ýmsum toga.
Hér er stemning.
Hér er stemning.
Matsalurinn er líflegur.
Matsalurinn er líflegur.
Mötuneyti Plain Vanilla hefur komist í fréttir fyrir afbragðsmat.
Mötuneyti Plain Vanilla hefur komist í fréttir fyrir afbragðsmat.
Rauði liturinn er mikið notaður.
Rauði liturinn er mikið notaður.
Mötuneytið þykir vel heppnað.
Mötuneytið þykir vel heppnað.
Rauðir kantar á básunum í matsalnum.
Rauðir kantar á básunum í matsalnum.
Rauði liturinn í forgrunni.
Rauði liturinn í forgrunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál