Sofðu betur með Tolla

Hér fá ljósir tónar að njóta sín. Tolli verðurí versluninni …
Hér fá ljósir tónar að njóta sín. Tolli verðurí versluninni Betra bak í dag.

Nú getur þú notið þess að umvefja þig myndlist Tolla, ekki bara horfa á hana upp á vegg, því í versluninni Betra bak er hægt að fá rúmföt með áprentuðum listaverkum eftir Tolla. Þegar ég hafði samband við hann sagði hann að þetta verkefni hafi átt nokkurn aðdragansa. 

„Það eru rúm tvö ár síðan við urðum sammála um að þarna væri spennandi tækifæri, bæði fyrir mig og mína myndlist. Þeir bræður í Betra bak voru strax ákveðnir í því að fá aðeins þá bestu í samstarf við sig og leituðu því til eins virtasta framleiðanda á þessu sviði í Evrópu en það er Elegante. Fólkið hjá Elegante samþykkti þessa hugmynd en svo tók við rúmlega árs bið eftir því að þeir einu í heiminum sem þeir þekktu til, sem er fyrirtæki á Ítalíu, gæti farið í málið og það kom loks að því núna í byrjun vetrar og hingað eru dúkarnir komnir,“ segir Tolli og bætir við:

„Ástæðan fyrir því að menn biðu eftir því að prentunin á Ítalíu yrði laus er einfaldlega sú að það er eins prentunin sem menn treystu til þess að skila slíkum gæðum sem raun ber vitni, enda er ég hæst ánægður með útkomuna.“

Hægt er að fá nokkrar mismunandi myndir eftir Tolla á sængurverunum.  

„Myndirnar sem við völdum í þetta tóku allar mið að því að falla að hugmyndinni um frið, og var úr mörgum myndum að velja en að lokum voru þessar fjórar valdar og serían kölluð Næturfriður.Þ að er ekki hægt að segja annað en að viðtökurnar eru frábærar og allir möguleikar á að þróa þetta áfram.“

Rauður og blár í forgrunni.
Rauður og blár í forgrunni.
Hér er blái liturinn mest áberandi.
Hér er blái liturinn mest áberandi.
Svart og grátt.
Svart og grátt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál