„Það er líkt og tíminn standi í stað“

Þær Guðbjörg Káradóttir og Ólöf Jakobína hafa sett upp sannkallað …
Þær Guðbjörg Káradóttir og Ólöf Jakobína hafa sett upp sannkallað jólaland í galleríinu Harbinger. Ljósmynd/ Facebook-síða Harbinger

Þær Guðbjörg Káradóttir og Ólöf Jakobína, listakonurnar á bak við Postulínu, hafa sett upp sannkallað jólaland í galleríinu Harbinger á Freyjugötu.

Sýning Guðbjargar og Ólafar samanstendur af þúsund handrenndum postulínssnjókornum sem öll eru einstök. „Við höfum fengið góð viðbrögð og það hefur margt fólk komið og skoðað sýninguna,“ segir Guðbjörg. „Fólk upplifir gjarnan kyrrð þegar það gefur sér tíma til að njóta hennar. Það er líkt og tíminn standi í stað vegna þess að postulínssnjókornin minna á snjókorn sem eru að falla til jarðar. Það fólk sem leyfir sér að leggjast á gólfið og horfa á verkið talar um að það sé eins og augnablikið sé frosið,“ segir Guðbjörg. „Innblásturinn er svo kominn frá upplifuninni þegar maður tekur upp snjó og kreistir hann, þá fær maður þetta form.“

Sýningin stendur yfir til þriðjudags en þangað til geta gestir og gangandi komið og skoðað ævintýralegu postulínssnjókomuna í Harbinger. Þá er einnig hægt að kaupa snjókorn sem eru hálsmen. „Hvert stykki kostar 5.000 krónur og er í stillanlegu leðurbandi. Það kemur svo í fallegri gjafaöskju,“ segir Guðbjörg.

Hvert og eitt ,,snjókorn'' er einstakt.
Hvert og eitt ,,snjókorn'' er einstakt. Ljósmynd/ Facebook-síða Postulínu
Sýningin í Harbinger samanstendur af 1000 einstökum snjókornum.
Sýningin í Harbinger samanstendur af 1000 einstökum snjókornum. Ljósmynd/ Facebook-síða Harbinger
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál