Stæll á heimili í Garðabæ

Eldhúsið er með hvítri innréttingu og ná neðri skáparnir fram …
Eldhúsið er með hvítri innréttingu og ná neðri skáparnir fram í borðstofu. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is

Við Árakur í Garðabæ stendur sjarmerandi 249 fm raðhús sem byggt var 2007. Húsið er stílhreint og fallegt en það sem gerir það sjarmerandi er hvað það er smekklega innréttað. Í eldhúsinu er ósköp hefðbundin hvít sprautulökkuð innrétting en það sem gerir innréttinguna pínulítið öðruvísi er að neðri skáparnir ná alveg fram í borðstofu og að stiganum sem er á milli hæða.

Borðstofuborðið er algerlega hjarta eldhússins. Loftljósið er úr IKEA.
Borðstofuborðið er algerlega hjarta eldhússins. Loftljósið er úr IKEA. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is

Þetta gerir það að verkum að það er fínt flæði í eldhúsinu sem smitast út í önnur rými hússins. Hjarta eldhússins slær svo við flennistórt borðstofuborð úr við en við það eru hvítir stólar, ýmist frá Arne Jacobsen eða Eames hjónunum. Loftljósið er úr IKEA.

Grátt og hvítt mætast í eldhúsinu.
Grátt og hvítt mætast í eldhúsinu. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is

Það sem gefur húsinu mikla heildarmynd og um leið sjarma eru grámáluðu veggirnir. Það er allt málað í þessum sama lit sem gerir öll herbergi hlýleg. Auk þess er skipulagið gott á húsinu og það ætti að fara sem best um alla sem á heimilinu búa.

HÉR er hægt að skoða það nánar.

Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu. Neðri skápar eru í …
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu. Neðri skápar eru í aðalhlutverki. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Horft inn í stofuna. Hvítar gardínur fara vel við grámáluðu …
Horft inn í stofuna. Hvítar gardínur fara vel við grámáluðu veggina. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Baðherbergið er flísalagt.
Baðherbergið er flísalagt. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Horft niður stigann. Á efri hæðinni er til dæmis sjónvarpsherbergi.
Horft niður stigann. Á efri hæðinni er til dæmis sjónvarpsherbergi. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Röndótta mottan er úr IKEA en hún er búin að …
Röndótta mottan er úr IKEA en hún er búin að vera ein mest selda vara fyrirtækisins síðustu ár. Það er varla hægt að opna húsbúnaðarblað án þess að þessi fallega motta prýði heimili. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Horft inn í eldhús úr stofunni.
Horft inn í eldhús úr stofunni. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Horft inn á bað.
Horft inn á bað. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Baðherbergið er líkt og önnur herbergi í húsinu, frekar stílhreint.
Baðherbergið er líkt og önnur herbergi í húsinu, frekar stílhreint. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Horft niður stigann.
Horft niður stigann.
Hjónaherbergið er með fataherbergi þar sem nóg pláss er fyrir …
Hjónaherbergið er með fataherbergi þar sem nóg pláss er fyrir föt og fylgihluti.
Svona lítur fataherbergið út þegar horft er á það úr …
Svona lítur fataherbergið út þegar horft er á það úr hjónaherberginu.
Baðherbergið er vel skipulagt.
Baðherbergið er vel skipulagt. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Huggulegt barnaherbergi.
Huggulegt barnaherbergi. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Grái liturinn er alveg jafnviðeigandi í barnaherberginu og í stofunni.
Grái liturinn er alveg jafnviðeigandi í barnaherberginu og í stofunni. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Heimaskrifstofan er á efri hæðinni.
Heimaskrifstofan er á efri hæðinni. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál