Íslensk hugmynd á lista yfir flottar IKEA-breytingar

Soffía Dögg tók HYLLIS hillur frá IKEA og breytti þeim. …
Soffía Dögg tók HYLLIS hillur frá IKEA og breytti þeim. Þetta er útkoman. skreytumhus.is

Á heimasíðu IKEA-hackers má finna lista yfir tíu flottustu breytingar ársins 2014 þar sem IKEA-vörur koma við sögu. Breyting Soffíu Daggar, sem heldur úti heimasíðunni Skreytum Hús, komst á listann. 

Soffía Dögg tók fjögur stykki af HYLLIS hillum frá IKEA og gerði nokkra breytingar á þeim. Útkoman er virkilega skemmtileg enda komst hún á lista með örðum frábærum hugmyndum. Áhugasamir geta séð, skref fyrir skref, hvernig Soffía breytti hillunum í færslu birtist á heimasíðu IKEA-hackers  í nóvember.

Lista yfir flottustu breytingarnar má sjá á heimasíðu IKEA-hackers.

Lesendur geta svo kosið flottustu breytinguna en kosningin stendur yfir til 25. janúar of fær sigurvegarinn 250 dollara gjafabréf hjá Amazon. Keppnin er ekki á vegum IKEA.

Heimili Soffíu má skoða í heild sinni í innliti sem Smartland tók hjá henni í desember.

Soffía Dögg er mikill fagurkeri og fær gjarnan góðar hugmyndir …
Soffía Dögg er mikill fagurkeri og fær gjarnan góðar hugmyndir sem vekja athygli. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál