Seldi höllina á fjóra milljarða

Dr. Dre græddi fúlgufjár á sölu hússins.
Dr. Dre græddi fúlgufjár á sölu hússins. curbed/AFP

Tónlistarmaðurinn Dr. Dre seldi nýverið glæsihús sitt og fékk um 3,99 milljarða króna í vasann fyrir eignina. Dr. Dre, sem þarf víst ekki að lepja dauðann úr skel, hefur grætt á tá og fingri bæði með tónlistinni og einnig á heyrnartólunum Beats By Dre sem hann hannaði og setti á markað árið 2008.

Dr. Dre er greinilega stálheppinn því hann keypti sjálfur húsið á rétt rúma tvo milljarða árið 2012 en fékk svo helmingi meira fyrir það þremur árum seinna. Frá þessu er greint á heimasíðunni Curbed.com.

Í húsinu, sem er í Hollywood, eru sex svefnherbergi, níu baðherbergi og vínkjallari svo eitthvað sé nefnt. Á lóð hússins eru svo gestahús og sundlaug.

Húsið er glæsilegt og myndirnar tala sínu máli. Nánari upplýsingar og fleiri myndir má finna inni á Curbed.com.

Útsýnið frá húsinu er ótrúlegt.
Útsýnið frá húsinu er ótrúlegt. curbed.com
Stofan er rúmgóð og björt, vægast sagt.
Stofan er rúmgóð og björt, vægast sagt. curbed.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál