Svona byggir fólk á sandi

Það er alveg hægt að segja að húsið sé byggt …
Það er alveg hægt að segja að húsið sé byggt á sandi. Ljósmynd/Daniela Mac Adden

Þeir sem hafa lært biblíusögurnar utan að ættu að vita að það er kannski ekkert voðalega gáfulegt að byggja hús á sandi. Þótt það teljist betra að byggja hús á bjargi en á sandi sýnir Luciano Kruk arkitektastofan að það er bara alveg hægt og kemur meira að segja bara mjög vel út.

Arkitektastofan hannaði þetta sjarmerandi einbýli sem er staðsett í Argentínu. Um er að ræða sumarbústað þar sem ekkert var til sparað til að gera huggulegt en þó er ekkert óþarfa prjál að þvælast fyrir.

Öll gólf eru steypt og sumir veggir með berri steypu og aðrir viðarklæddir. Hrái stíllinn er ríkjandi út í gegn á sinn heillandi hátt. Eina flippið eru túrkíslituðu rúmfötin og handklæðin, en það má breyta um lit á þeim þegar það þetta óhreinkast.

Baðherbergið er heillandi. Þessi stóri spegill gerir heilmikið fyrir rýmið.
Baðherbergið er heillandi. Þessi stóri spegill gerir heilmikið fyrir rýmið. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Viðarklæðningin í herberginu spilar fallega á móti steypta gólfinu.
Viðarklæðningin í herberginu spilar fallega á móti steypta gólfinu. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Hjónaherbergið er opið og bjart.
Hjónaherbergið er opið og bjart. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Tréverkið fyrir utan húsið er vandað.
Tréverkið fyrir utan húsið er vandað. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Birtan flæðir fallega inn í húsið.
Birtan flæðir fallega inn í húsið. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Í stofunni er arinn.
Í stofunni er arinn. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Steypan er áberandi í húsinu. Borðplöturnar eru steyptar og líka …
Steypan er áberandi í húsinu. Borðplöturnar eru steyptar og líka hillurnar. Innréttingin sjálf er svört. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Gluggarnir ná alveg niður í gólf.
Gluggarnir ná alveg niður í gólf. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Það er ekkert óþarfa prjál að flækjast fyrir.
Það er ekkert óþarfa prjál að flækjast fyrir. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Guðdómlegt útsýni er úr húsinu.
Guðdómlegt útsýni er úr húsinu. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Huggulegt.
Huggulegt. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Sandurinn í kringum húsið skapar afar sjarmerandi stemningu.
Sandurinn í kringum húsið skapar afar sjarmerandi stemningu. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Húsið að utan.
Húsið að utan. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Tréverkið að utan skapar góða stemningu.
Tréverkið að utan skapar góða stemningu. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Sjarminn er ekkert minni að kvöldlagi.
Sjarminn er ekkert minni að kvöldlagi. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
Húsið í ljósaskiptunum.
Húsið í ljósaskiptunum. Ljósmynd/Daniela Mac Adden
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál