Einstakur stíll í Fossvogi

Eldhúsið er í hjarta hússins. Stóri viðarskápurinn með rennihurðunum setu …
Eldhúsið er í hjarta hússins. Stóri viðarskápurinn með rennihurðunum setu mikinn svip á eldhúsið. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Vogaland í Fossvogi stendur hugguleg sérhæð sem var mikið endurnýjuð 2014. Stíllinn á íbúðinni er sjarmerandi. Hann er pínulítið hrár en þó með skemmtilegu tvisti sem ekki er að sjá inni á öllum íslenskum heimilum. Það er til dæmis breiður svartur listi meðfram loftinu í allri íbúðinni sem gerir hana heillandi og svo er eldhúsið afar kokkavænt. 

Eldhúsið er í hjarta hússins með stórum viðarskápum með rennihurðum sem hægt er að loka alveg eða opna upp á gátt. Á móti skápnum kemur hvít eyja með fínu vinnuplássi. 

Eigendur íbúðarinnar keyptu hana haustið 2014 og hófust framkvæmdir strax en nokkrum mánuðum áður hafði Smartland Mörtu Maríu fjallað um íbúðina sem þau áttu áður sem var afar smekklega innréttuð og vel heppnuð. Hvað ætli þetta sniðuga par geri næst?

HÉR er hægt að skoða íbúðina nánar. 

Eldhúsið frá öðru sjónarhorni. Bak við eldhúsið er sólskáli.
Eldhúsið frá öðru sjónarhorni. Bak við eldhúsið er sólskáli. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Eyjan í eldhúsinu eru með hvítum sprautulökkuðum skápum.
Eyjan í eldhúsinu eru með hvítum sprautulökkuðum skápum. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Borðstofan er í sólstofunni. Röndótta mottan úr IKEA setur svip …
Borðstofan er í sólstofunni. Röndótta mottan úr IKEA setur svip sinn á þetta herbergi og skapar stemningu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Horft inn í sólstofuna.
Horft inn í sólstofuna. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Stofan er hugguleg. Svört lína gengur í gegnum alla íbúðina …
Stofan er hugguleg. Svört lína gengur í gegnum alla íbúðina og setur svip á hana. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Svart leður og tausófi mætast í stofunni.
Svart leður og tausófi mætast í stofunni.
Baðherbergið var endurnýjað að hluta til. Flísarnar málaðar og skipt …
Baðherbergið var endurnýjað að hluta til. Flísarnar málaðar og skipt um innréttingar. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Sjónvarpsholið.
Sjónvarpsholið. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Sjónvarpsholið.
Sjónvarpsholið. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Svona lítur húsið út að utan.
Svona lítur húsið út að utan. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Barnaherbergið er fallegt.
Barnaherbergið er fallegt. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hér ætti ekki að væsa um neinn.
Hér ætti ekki að væsa um neinn. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hjónaherbergið er hvítmálað með ágætu skápaplássi.
Hjónaherbergið er hvítmálað með ágætu skápaplássi. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Í húsinu eru flotuð gólf.
Í húsinu eru flotuð gólf. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Barnaherbergið er svolítið Skandínavískt.
Barnaherbergið er svolítið Skandínavískt. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Útihurðin eru úr gegnheilum við.
Útihurðin eru úr gegnheilum við. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál