Ígló&Indí kemur með lífræna línu

Fötin henta vel á ströndina.
Fötin henta vel á ströndina.

Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí sýnir nú sína fyrstu lífrænu „unisex“ barnalínu fyrir börn á aldrinum 0-8 ára. Fatalínan er framleitt í Portúgal og er efnið í fötunum vottað af GOTS. Almennt eru engin eiturefni notuð í flíkum Ígló&Indí, hvorki í prentinu né í litum, hvort sem það á við um lífrænu vörurnar eða hinar vörulínurnar.

Pandan er áberandi sem munstur í línunni. Helga Ólafsdóttir hönnuður Ígló&Indí segir að hún hafi valið Pönduna til að vekja athygli á því að hún væri í útrýmingarhættu.

Lífræna vörulínan hefur fengið gríðarlega mikla athygli erlendis, bæði í tímaritum, bloggum og er hún núna í sölu í 25 verslunum erlendis.

Ígló&Indí hefur, samhliða framleiðslu og sölu á lífrænni fatalínu, hafið samstarf við LÍF, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans.  Í organic vörulínunni er samfella fyrir fyrirbura til 2 ára aldurs. 900 kr af hverri seldri samfellu í verslunum Ígló&Indí í Kringlunni, á Skólavörðustíg og vefverslun www.igloandindi.com, rennur til LÍF og verður þeim peningum varið til að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingar og sængurlegu og þær sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.

Vorlínan frá Ígló&Indí er unisex.
Vorlínan frá Ígló&Indí er unisex.
Fötin gerast ekki mikið krúttlegri.
Fötin gerast ekki mikið krúttlegri.
Pandan nýtur sín vel í munstrinu.
Pandan nýtur sín vel í munstrinu.
Og svo er hægt að fá húfu í stíl við …
Og svo er hægt að fá húfu í stíl við fötin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál