Draumaíbúð Madonnu tvö ár í bígerð

Tölvugerð teikning af íbúð Madonnu. Íbúðina tók tvö ár að …
Tölvugerð teikning af íbúð Madonnu. Íbúðina tók tvö ár að fullkomna. tmz.com

Fregnir herma að söngkonan Madonna hafi látið hanna og byggja 1100 fermetra glæsiíbúð fyrir sig á toppi skýjakljúfs í borginni Tel Aviv í Ísrael. Verkefninu kom hún af stað fyrir tveimur árum og nú er íbúðin loksins tilbúin. Madonna mun þá þurfa að reiða fram um 2,7 milljarða króna fyrir íbúðina sem var byggð á toppi 42 hæða húss.

Íbúðin er sögð á tveimur hæðum og afar glæsileg. Á þakinu er sundlaug og útsýnið þaðan mun vera ólýsanlegt. Í íbúðinni er svo glæsileg líkamsræktarstöð og bíósalur svo eitthvað sé nefnt. Frá þessu var greint á heimasíðu TMZ.

Madonna hafði mjög ákveðnar hugmyndir um hönnun íbúðarinnar en hún fékk hjálp hjá arkitektinum Richard Meier við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Madonna mun þá ekki verða eina Hollywoodstjarnan í borginni því raunveruleikastjarnan Scott Disick keypti sér nýverið íbúð í Tel Aviv sem og leikarinn Ashton Kutcher.

Tölvugerð teikning af íbúð Madonnu.
Tölvugerð teikning af íbúð Madonnu. tmz.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál