10 snilldarhlutir sem hægt er að gera í iPhone

Það er hægt að gera ótrúlegstu hluti með iPhone!
Það er hægt að gera ótrúlegstu hluti með iPhone! AFP

1. Láttu Siri skilja þig betur

Hjálparkokkurinn Siri getur komið sér vel í iPhone til dæmis þegar verið er að keyra eða nota hendurnar til annars en að slá inn leitarorð. Það má líka biðja hana um að hringja eða svara spurningum. Stundum vill það þó henda að hún skilji ekki íslenska hreiminn okkar nógu vel en þá er bara að kenna henni. Þegar Siri segir einhverja vitleysu skaltu segja: „That's not how you pronounce X,“ og við það mun hún biðja þig um að segja orðið aftur. Svo heldur þú áfram að segja Hrafnhildur, Kormákur, Þorgeir eða Ormlöð þar til Siri skilur loks hvern þú ert að biðja hana um að hringja í.

2. Hallarmál

Ef þú átt iPhone er hallamálið orðið óþarft. Farðu í kompásinn í símanum og þeyttu til vinstri. Við það birtist fullkomið hallamál sem verður grænt þegar þú nærð jafnsléttu. 

3. Betri titringur

Í nýjustu útgáfunni af iPhone er hægt að stilla titring með fjölbreyttum hætti. Þú ferð í Settings-Sounds-Vibration og svo smellirðu á Create New Vibration til að búa til þínar eigin stillingar. Þannig geturðu haft mismunandi titring fyrir t.a.m. nýjan tölvupóst, sms, skilaboð á Fésbókinni og svo framvegis. 

4. Stjórnaðu myndavélinni með heyrnartólunum 

Þetta vita ekki margir en þú getur notað heyrnartólin til að taka myndir á símann, það er að segja miðjutakkann sem er notaður til að svara símtölum, setja tónlist á pásu og svo framvegis. Opnaðu myndavélina, stilltu símanum upp og notaðu svo snúruna til að smella myndinni af. Þetta er líka sniðugt ef þú vilt alls enga hreyfingu á vélina, til dæmis þegar lítið er um birtu og norðurljósin dansa á himnum. 

5. Lokaðu á símtöl frá fyrrverandi

Ertu komin/n með nóg af endalausum símtölum frá fyrrverandi eða tryggingasölumanni sem ætlar sér bara ekki að gefast upp? Lokaðu á símtöl frá viðkomandi með þvi að smella á "i" takkann í símaskránni hjá viðkomandi og smelltu svo á Block This Caller neðst á þeirri síðu. Eftir að búið er að loka á viðkomandi færðu engin símtöl frá honum eða henni og engin sms. Ef þú ákveður síðar að hleypa manneskjunni að þá er hægt að fara í Settings - Phone - Blocked og taka viðkomandi af listanum. 

6. Tímastilltu tónlistina

Mörgum finnst gott að sofna út frá tónlist eða góðri hljóðbók. Þú getur notað klukkuna í símanum til að slökka á þessu eftir að þú festir blund, segjum til dæmis að þú hlustir í tuttugu mínútur og sofnir út frá því. Þá ferðu í klukkuna í símanum, velur Timer og hakar við hversu lengi þú vilt hlusta. Farðu því næst í "When Timer Ends", skrollaðu neðst og veldu Stop Playing. 

7. Hraðari hleðsla

Ef þú ert að drífa þig á djammið og síminn alveg að verða batteríslaus þá skaltu setja hann á flugvélastillingu og smella í hleðslu. Síminn hleður sig tvisvar sinnum hraðar með þessu móti þar sem hann er ekki að nota rafhlöðuna til að tengjast neti eða símkerfi. Flugvélastilling, eða Airplane Mode, er líka mjög góð leið til spara það litla sem eftir er af rafhlöðunni. 

8. Klukkan hvað sendi ég aftur skilaboðin? 

Manstu ekki hvenær þú sendir skilaboð eða hvað þú skrifaðir? Hvort það er of stutt síðan til að þú sendir næsta? Dragðu skilaboðin aðeins til hægri og þá sérðu klukkan hvað þú sendir síðustu skilaboð. Það er svo þitt að meta hvort það er tímabært að senda önnur.

9. Ekki láta alla fylgjast með

Margir hafa tekið eftir því að það er hægt að sjá hvenær skilaboð úr iMessage hafa verið lesin. Ef þú vilt ekki að fólk viti að þú ert búin að lesa skilaboðin frá þeim (sama og "seen" á Facebook) er hægt að fara í Settings, velja Messages og haka af þennan valkost þannig að það kemur bara melding um að skilaboðin hafi skilað sér. 

10. Minntu þig á að kaupa klósettpappír

Þú getur látið símann minna þig á að fara í búðina og kaupa klósettpappír þegar þú ert í grenndinni. Þá les síminn staðsetninguna og minnir þig á að gera eitthvað tiltekið. Hvað um til dæmis að taka kuldagallann heim af leikskólanum til að þrífa hann yfir helgina, eða eitthvað í þeim dúr. Það er að mörgu að huga. iPhone getur einfaldað leikinn.

Það má sitthvað gera með símanum.
Það má sitthvað gera með símanum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál