Hafa áhuga á Eiðum

Sigurjón Sighvatsson , kvikmyndaframleiðandi í Hollywood.
Sigurjón Sighvatsson , kvikmyndaframleiðandi í Hollywood. mbl.is/Árni Sæberg

Félag Sigurjóns Sighvatssonar, Stóruþinghár ehf., keypti Eiðastað árið 2001 og var ætlunin að reisa þar menningarsetur. Í dag bárust fréttir af því að óstofnað félag sem tengist Hildibrand-Hóteli ætli að kaupa Eiðastað af félagi Sigurjóns. 

Nú hafa forsvarsmenn Hildibrand Hótel sent frá sér yfirlýsingu: 

„Vegna fréttaflutnings dagsins vilja forsvarsmenn Hildibrand Hótel koma því á framfæri að ekki hefur verið haft rétt eftir forvarsmanni Guðröði Hákonarsyni í fjölmiðlum og áréttast það hér með að Eiðar hafa ekki verið seldar, né hefur verið gengið frá kaupsamningum um staðinn. Það rétta í málinu er aftur á móti að samningaviðræður eru í gangi á milli Hildibrand Hótels og Sigurjóns Sighvatssonar um aðkomu Hildibrand Hótels að uppbyggingu og framtíð Eiðastaðar í samstarfi við Sigurjón Sighvatson,“ segir í tilkynningunni. 

Eiðastaður.
Eiðastaður. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál