Innlit hjá Rakel Hlín Bergsdóttur

Rakel Hlín finnst gaman að blanda saman nýju og gömlu …
Rakel Hlín finnst gaman að blanda saman nýju og gömlu og eiga hluti með sál og sögu. mbl.is/Styrmir Kári

Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi verslunarinnar Snúran sem nýerið var opnuð í Síðumúla 21, býr ásamt fjölskyldu sinni í björtu raðhúsi í Kópavogi. Rakel segir heimilisstílinn mjög skandinavískan en hún heillast mikið af danskri hönnun.

„Mér finnst rosalega gaman að blanda saman nýju og gömlu, eiga hluti með sál og sögu. Ég hef látið gera upp nokkra stóla sem foreldrar mínir áttu og þykir svo óendanlega vænt um þá. Ég reyni að velja mér hluti sem ég sé fyrir mér að geta notað á mörgum mismunandi stöðum á heimilinu og eru klassískir. Viður er efni sem heillar mig mikið, hef alltaf verið mikið fyrir við. Finnst ekkert skemmtilegra en þegar ég finn falleg viðarleikföng fyrir börnin mín því það er eitthvað sem endist og maður hendir ekki inn í geymslu,“ segir Rakel sem býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum yndislegum börnum á aldrinum tveggja
til níu ára í björtu og rúmgóðu raðhúsi í Kópavogi.

Hún telur mikilvægast við innréttingu heimilisins að hafa hlutina sem einfaldasta. „Þegar maður er með mörg börn þá þarf maður að vera með hluti sem skemmast ekki við fyrstu notkun og mega við nokkrum ágangi.“

Rakel leggur Fyrst og fremst upp með að hafa heimilið persónulegt og hlýlegt.
„Mér finnst líka rosalega hlýlegt og fallegt að hafa mottur á gólfunum. Það minnir mig svo á tímann sem við fjölskyldan áttum í Englandi fyrir nokkrum árum þegar við bjuggum þar. Með árunum er mér svo farið að þykja mjög gaman að hafa lifandi plöntur inni á heimilinu,
en ég er farin að muna eftir því að vökva þær. Þær gefa heimilinu svo góðan anda og lífga upp á tilveruna.“

Rakel rekur verslunina Snúran sem nýverið var opnuð í Síðumúla 21 en var búin að vera með netverslun í 1 ár.
„Allar þær vörur sem ég er að selja eru vörur sem mig sjálfa langar til þess að eiga og endurspegla mjög mikið minn stíl. Einnig held ég mikið upp á Epal og Illums Bolighus
í Danmörku,“ segir hún aðspurð hvar hún kaupi helst inn fyrir heimilið.

Rakel sækir innblástur í Pinterest, Instagram dog í dönsk tímarit, þá sérstaklega Bolig Magasinet. „Ég get flett tímaritum endalaust aftur og aftur í leit að innblæstri. Svo er náttúrlega rosalega mikið af skemmtilegum bloggum um hönnun.“

mbl.is/Styrmir Kári
Stofan er björt en Rakel heillast mikið af danskri hönnun …
Stofan er björt en Rakel heillast mikið af danskri hönnun og segir hún heimilisstílinn einkennast af skandinavískum stíl. Sasa-klukkan hennar Þórunnar Árnadóttur var búin að vera lengi á óskalistanum og á hún nú sérstakan stað í stofunni. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Rakel hefur gaman af því að elda og baka og …
Rakel hefur gaman af því að elda og baka og segir eldhúsið hjarta heimilisins. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Rakel var búin að breyta þvottahúsinu í herbergi fyrir netverslunina …
Rakel var búin að breyta þvottahúsinu í herbergi fyrir netverslunina en þegar verslunin var opnuð fékk fjölskyldan langþráð sjónvarpsherbergi. mbl.is/Styrmir Kári
Dásamlegt leiktjald barnanna í sjónvarpsherberginu.
Dásamlegt leiktjald barnanna í sjónvarpsherberginu. mbl.is/Styrmir Kári
Skemmtilegur hengistóll í barnaherberginu.
Skemmtilegur hengistóll í barnaherberginu. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Rakel útbjó skemmtilega skrifborðsaðstöðu fyrir dóttur sína úr String-hillum.
Rakel útbjó skemmtilega skrifborðsaðstöðu fyrir dóttur sína úr String-hillum. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Skrifborðsaðstaða heimilisins er skemmtiega innréttuð. Borðplatan er úr IKEA en …
Skrifborðsaðstaða heimilisins er skemmtiega innréttuð. Borðplatan er úr IKEA en borðfótturinn er frá Pretty Pegs. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Dásamleg hilla sem geymir fallega muni í stofunni.
Dásamleg hilla sem geymir fallega muni í stofunni. mbl.is/Styrmir Kári
Hjónaherbergið er skemmtilega innréttað. Grái liturinn passar vel við gulu …
Hjónaherbergið er skemmtilega innréttað. Grái liturinn passar vel við gulu ljósin. mbl.is/Styrmir Kári
Það er alltaf pláss fyrir fleiri snaga.
Það er alltaf pláss fyrir fleiri snaga. mbl.is/Styrmir Kári
Krúttlegir loftbelgir.
Krúttlegir loftbelgir. mbl.is/Styrmir Kári
Notalegt herbergi yngsta sonarins.
Notalegt herbergi yngsta sonarins. mbl.is/Styrmir Kári
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál