Fermetrinn á 627.000 kr. á Lindargötu

Húsið lítur vel út að utan.
Húsið lítur vel út að utan.

Við Lindargötu í Reykjavík eru komnar íbúðir á sölu í fjölbýlishúsi. Það sem vekur athygli er hvað fasteignaverðið er hátt eða 627.000 á hvern fermetra. Þetta fermetraverð á við um 47 fm íbúð í þessu fyrrnefnda fjölbýlishúsi við Lindargötu. Húsið er sérlega vandað á allan hátt en það er á þremur hæðum auk ris.

„Húsið verður staðsteypt með léttbyggðri þakhæð úr timbri, portbyggð að götu og með fulla vegghæð að garði. Þakvirki verður báruálsklætt hallandi timburþak með kvistum að norðanverðu. Steyptir fletir verða filtraðir og málaðir en þakhæð klædd með málmklæðningu,“ segir á fasteignavef mbl.is um húsið.

Svona er húsið í heild sinni.
Svona er húsið í heild sinni.

„Svalagólf verða staðsteypt, frágengin með steyptu yfirborði. Svalahandrið verða úr galvanisveruðu stáli, lóðréttir rimlar í grind. Á svölum íbúða verða útiljós og rafmagnstengill. Ál-tré gluggakerfi frá Berki hf. verður í húsinu að hluta til en álgluggar frá Berki hf. að hluta. Áltréluggar verða ísteyptir. Útihurðir verða álhurðir frá Berki hf. Sameign og lóð skilast frágengin.“

Horft yfir garðinn.
Horft yfir garðinn.

Í íbúðinni verða gólf og veggir baðherbergisins flísalögð með ljósum flísum. Annað gólfefni á íbúðinni verður harðparket og veggir málaðir í ljósum lit. Eldhúsið verður líka fullbúið með viftu og keramíkhelluborði, með stálvaski og blöndunartækjum. Það vekur athygli að ísskápur og uppþvottavél fylgja með og innréttingin sjálf verður úr viði og kemur frá GKS trésmiðju og það verður plastborðplata á borðum.

HÉR er hægt að skoða þetta nánar.

Svona er skipulagið á þessari 47 fm íbúð.
Svona er skipulagið á þessari 47 fm íbúð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál