Sjónvarp á baðinu og spa-hús í garðinum

Húsið var múrsteinslitað þegar það var byggt 1984 en í …
Húsið var múrsteinslitað þegar það var byggt 1984 en í seinni tíð voru múrsteinarnir málaðir hvítir.

Við Vesturás í Reykjavík stendur glæsilegt tvílyft múrsteinshús sem búið er öllum helstu þægingum. Þar er til dæmis innbyggt sjónvarp á baðherberginu og sérstakt spa-rými með sturtu, gufibaði og chesterfield-sófasettum er staðsett í sérstöku garðhýsi sem stendur á lóðinni.

Húsið var byggt 1984 og var upphaflega úr gulum múrsteinum með brúnu tréverki. Þegar Aron P. Karlsson og Katrín Þórðardóttir festu kaup á húsinu 2002 var húsið málað, múrsteinarnir urðu hvítir og brúni liturinn á tréverkinu fékk að víkja fyrir svörtum. Svart og hvítt passar líka betur við innviði hússins en húsið er búið öllum nútímaþægindum og gott betur. Síðan 2008 hefur húsið verið í eigu Katrínar.

HÉR er hægt að skoða húsið nánar.



Spaherbergi með chesterfield-sófum og fíneríi.
Spaherbergi með chesterfield-sófum og fíneríi.
Spastofan er með gufubaði, sturtu og baði.
Spastofan er með gufubaði, sturtu og baði.
Í stofunni er arinn og dökkt parket.
Í stofunni er arinn og dökkt parket.
Í húsinu er þessi flotta glerhurð.
Í húsinu er þessi flotta glerhurð.
Hjónaherbergið er á efri hæð hússins.
Hjónaherbergið er á efri hæð hússins.
Stofan er búin svörtum leðurhúsgögnum.
Stofan er búin svörtum leðurhúsgögnum.
Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting.
Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting.
Eldhúsið er vel skipulagt.
Eldhúsið er vel skipulagt.
Borðstofan er búin vönduðum og fínum húsgögnum.
Borðstofan er búin vönduðum og fínum húsgögnum.
Á stiganum er kókósteppi.
Á stiganum er kókósteppi.
Baðherbergið er flísalegt í hólf og gólf.
Baðherbergið er flísalegt í hólf og gólf.
Það er nauðsynlegt að geta horft á sjónvarpið í baði.
Það er nauðsynlegt að geta horft á sjónvarpið í baði.
Baðherbergið er vel hannað.
Baðherbergið er vel hannað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál