Jordan tekst ekki að selja höllina

Hús Micheal Jordan er vægast sagt glæsilegt.
Hús Micheal Jordan er vægast sagt glæsilegt. curbed.com

Körfuboltakappanum Micheal Jordan hefur enn ekki tekist að selja glæsilega húsið sitt sem hann setti fyrst á sölu í janúar árið 2013. Síðan húsið fór fyrst á markaðinn hefur ásett verð lækkað hægt og bítandi. Fyrir þremur árum vildi Jordan fá 3,7 milljarða króna fyrir húsið en núna er hann tilbúinn til að sætta sig við 1,9 milljarða króna fyrir eignina.

Jordan hefur lækkað verðið töluvert á síðustu þremur árum og því má gera ráð fyrir að kappinn vilji ólmur losna við eignina sem er í Highland Park í Chicago.

Húsið er afar glæsilegt og vægast sagt stórt en það er heilir 5.600 fermetrar. Í húsinu er auðvitað stærðarinnar körfuboltavöllur, rúmgóð líkamsræktarstöð og glæslegur bíósalur svo eitthvað sé nefnt.

Myndir af eigninni og nánari upplýsingar birtust á Curbed.com.

Micheal Jordan vill losna við höllina.
Micheal Jordan vill losna við höllina. curbed.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál