„Vildi bara sýna hversu rúmgott það væri“

Hér er mágkona Gerðar að hafa það notalegt í hjólhýsinu.
Hér er mágkona Gerðar að hafa það notalegt í hjólhýsinu.

„Mér fannst við hæfi að setja myndir af mágkonu minni og bróður hennar úr hjólhýsinu til að sýna hversu kósí og rúmgott það væri,“ sagði Gerður Ólína Steinþórsdóttir, grunnskólastjóri í  Grundarfirði, þegar ég hafði samband við hana vegna hjólhýsis á Laugarvatni sem auglýst var til sölu. Á myndunum má sjá konu í rúmi og karl í sófa. Gerður segir að myndirnar séu alls ekki nýjar heldur hafi verið teknar fyrir nokkrum árum.

Foreldrar Gerðar festu kaup á hjólhýsinu fyrir um 30 árum og hefur það verið mikið notað af fjölskyldunni. Á tímabilinu hafa þau endurnýjað hjólhýsið og byggt í kringum það þannig að þetta er hinn mesti sælureitur.

Þegar Gerður er spurð að því hvers vegna hjólhýsið sé komið á sölu segir hún að þessi tími sé bara liðinn. Móðir hennar sé orðin fullorðin og þar að auki séu breytingar hjá fjölskyldunni.

„Ég er búin að fá starf sem grunnskólastjóri í Færeyjum og mamma ætlar að flytja með okkur fjölskyldunni út. Við flytjum í Fuglafjörð í Færeyjum í sumar. Þess vegna er hjólhýsið komið á sölu. Á hjólhýsið eru settar 2,8 milljónir en innifalið í verðinu er hjólhýsið sjálft, fortjaldið, pallurinn og lóðin undir hjólhýsið.“

Aðspurð hvað lokki hana og móður hennar til Færeyja segir hún ástæðuna einfalda.

„Barnsfaðir minn er Færeyingur og við erum því að flytja út. Við fjölskyldan fluttum í  Grundarfjörð í fyrra þegar ég varð grunnskólastjóri og það hefur gengið mjög vel. Maður verður samt að hugsa um heildina, það er ekki nóg að hugsa bara um sjálfan sig,“ segir Gerður.

HÉR er hægt að skoða hjólhýsið á bland.is

Gerður Ólína Steinþórsdóttir í hjólhýsinu á Laugarvatni.
Gerður Ólína Steinþórsdóttir í hjólhýsinu á Laugarvatni.
Bróðir mágkonu Gerðar hefur það náðugt.
Bróðir mágkonu Gerðar hefur það náðugt.
Eldhúsið er nokkkuð rúmgott og með viðarinnréttingu.
Eldhúsið er nokkkuð rúmgott og með viðarinnréttingu.
Setustofan.
Setustofan.
Horft inn í svefnherbergið.
Horft inn í svefnherbergið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál