Íslenskur innanhússarkitekt fær verðlaun

Ljósin hans Kjartans Óskarssonar.
Ljósin hans Kjartans Óskarssonar.

Kjartan Óskarsson húsgagna og innanhússarkitekt sigraði Launch PAD á alþjóðlegu hönnunarsýningunni WantedDesign í New York nú á dögunum. Kjartan hannaði þrjú ljós sem byggja á þeirri hugmynd að skapa persónulega tengingu milli ljóss og notenda. Með einfaldri snertingu eða hreyfingu er hægt að stjórna lýsingunni til þess að gera upplifunina áhugaverðari fyrir notandann.

Kjartan stundaði nám í innanhússarkitektúr við Istituto Superior Di Architettura E Design(ISAD) í Mílanó og kláraði meistaragráðu í húsgagnahönnun frá Rhode Island School of Design (RISD).  

Launch PAD hluti sýningarinnar er vettvangur fyrir unga hönnuði eða fyrirtæki með vörur sem tilbúnar eru til framleiðslu til þess að mynda tengsl. Þangað koma framleiðendur, smásöluaðilar og dreifingaraðilar í leit að samstarfsaðilum. 

Í dómnefndinni sátu fagmenn úr hönnunargeiranum svo sem Jaime Derringer stofnandi Design Milk, Marva Griffin Whilshire stofnandi hönnunarsýningarinnar Salone del Mobile í Mílanó, Giulio Cappellini frá húsgagnaframleiðandanum Cappellini og Noah Schwarz frá Design Within Reach ásamt fleirum. Í verðlaun var Kjartani boðið að sýna verk sín á WestEdge hönnunarhátíð í Los Angeles í október 2015 og á WantedDesign New York að ári.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="375" mozallowfullscreen="" src="https://player.vimeo.com/video/110018271" webkitallowfullscreen="" width="500"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>




Kjartan Óskarsson við lampann Hring sem hann fékk verðlaun fyrir.
Kjartan Óskarsson við lampann Hring sem hann fékk verðlaun fyrir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál