Hvíti liturinn ræður ríkjum heima hjá Linneu

Heima hjá Linneu, Gunnari, Þóru Lóu og Nova.
Heima hjá Linneu, Gunnari, Þóru Lóu og Nova. Þórður Arnar Þórðarson

Verslunareigandinn Linnea Ahle er sænsk og búsett á Íslandi. Linnea rekur verslunina Petit.is en hugmyndina að versluninni fékk hún þegar hún gekk með dóttur sína, Þóru Lóu. Linnea flutti hingað til lands vegna kærasta síns, Gunnars Þórs Gunnarssonar. „Hann spilar fótbolta með KR og er í námi í HÍ. Ég var hikandi við að flytja til Íslands í byrjun vegna þess að ég vil alltaf hafa eitthvað fyrir stafni og óttaðist að ég myndi ekki finna mér neitt að gera hérna. En ástin sigraði,“ útskýrir Linnea sem varð ófrísk stuttu eftir að hún flutti til landsins.

Linnea átti erfitt með að finna leikföng og föt fyrir ófædda dóttur sína á Íslandi.„Ég var alltaf að biðja vini og ættingja í Svíþjóð og annars staðar að senda mér hluti. Ég var hrifin af lífrænni bómull og hana var erfitt að finna hér á landi. Þá datt mér í hug að opna verslun fyrir börn. Fyrst vorum við bara með vefverslun en fyrir tveimur og hálfu ári gátum við opnað búð í Grímsbæ.“

Linnea býr nú á fallegu heimili í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur innréttað það smekklega og er enn að breyta og bæta. Hvíti liturinn ræður ríkjum heima hjá Linneu í bland við svart og grátt.

Hver er upp­á­haldsstaður­inn þinn heima?

„Uppáhaldssvæðið mitt á heimilinu er eldhúsið og stofurýmið. Það er bjart og opið og ég elska að elda á meðan Gunnar lærir í sófanum.“

Hver er þín upp­á­haldsversl­un?

„Það er klárlega NORR11, ég elska þá hönnun sem fæst þar.“

Er gælu­dýr á heim­il­inu? 

„Fyrsta „barnið“ okkar er franski bolabíturinn hún Nova. Hún er átta ára gömul.“

Hvaða hlutur er í uppáhaldi hjá þér? 

„Ég á svo marga hluti sem ég kann að meta en þessa dagana er barnarólan frá Petit í uppáhaldi. Hún er svo skemmtileg og sæt og passar vel inn á heimilið.“

Áttu þér upp­á­haldshús­gagn? 

„Sófaborðið okkar frá NORR11.“

Eld­arðu mikið heima? 

„Já, ég elda að minnsta kosti fimm sinnum í viku.“

Ertu dug­leg að taka til og henda því sem þú not­ar ekki? 

„Ég er safnari, ég geymi allt of mikið af drasli.“

Finnst þér gam­an að fá gesti heim? 

„Ég er brjálaður partíplanari. Ef ég hefði meiri tíma þá myndi ég finna tilefni til að halda upp á allt. Ég elska að undirbúa veislur og ákveða hvaða matur, drykkir og þema hentar.“

Hvað ertu með uppi á veggj­um? 

„Ég er ekki með mikið uppi á veggjum þessa stundina. Ég og Gunnar erum bæði vandlát þegar kemur að því hvað fer upp á veggina. Við erum tiltölulega nýflutt og höfum ekki áttað okkur almennilega á hvað við viljum. Núna erum við með myndir frá Heiðdísi Helgadóttur og „The Kids Are All Right“-veggspjöld sem fást í búðinni okkar.“

Hvar færð þú inn­blást­ur?

„Móðir mín er með góðan smekk á hönnun og hún hefur leiðbeint mér í tengslum við skreytingar og innanhússhönnun. Annars les ég tímarit, ég elska sérstaklega dönsk tímarit.“

Áttu ein­hver ómiss­andi hús­ráð? 

„Reyndu að halda rúðunum hreinum, ég veit að það er erfitt á Íslandi en það gerir svo mikið fyrir rýmið að fá mikla birtu inn.“

Veggspjöldin setja skemmtilegan svip á rýmið.
Veggspjöldin setja skemmtilegan svip á rýmið. Þórður Arnar Þórðarson
Sófaborðin koma úr NORR11.
Sófaborðin koma úr NORR11. Þórður Arnar Þórðarson
Mr.Moon veggspjaldið sem hangir í barnaherberginu fæst á Petit.is.
Mr.Moon veggspjaldið sem hangir í barnaherberginu fæst á Petit.is. Þórður Arnar Þórðarson
Dúkkuhúsið í barnaherberginu.
Dúkkuhúsið í barnaherberginu. Þórður Arnar Þórðarson
Hvítur rúmgaflinn setur punktinn yfir i-ið.
Hvítur rúmgaflinn setur punktinn yfir i-ið. Þórður Arnar Þórðarson
Þórður Arnar Þórðarson
Linnea hefur skreytt heimilið með skemmtilegum munum
Linnea hefur skreytt heimilið með skemmtilegum munum Þórður Arnar Þórðarson
Sumarið er komið á svalirnar hjá Linneu.
Sumarið er komið á svalirnar hjá Linneu. Þórður Arnar Þórðarson
Þórður Arnar Þórðarson
Barnarólan fæst á Petit.is og kostar 14.990 krónur.
Barnarólan fæst á Petit.is og kostar 14.990 krónur. Þórður Arnar Þórðarson
Hvíti liturinn er allsráðandi á heimilinu.
Hvíti liturinn er allsráðandi á heimilinu. Þórður Arnar Þórðarson
Linnea er dugleg að elda heima og reynir að gera …
Linnea er dugleg að elda heima og reynir að gera það að minnsta kosti fimm sinnum í viku. Þórður Arnar Þórðarson
Skemmtilegir smámunir hressa upp á eldhúsið.
Skemmtilegir smámunir hressa upp á eldhúsið. Þórður Arnar Þórðarson
Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál