Johnny Depp vill fá 3,4 milljarða fyrir þorpið

Þorpið hans Johnny Depp er til sölu.
Þorpið hans Johnny Depp er til sölu. elledecor.com

Leikarinn Johnny Depp er þekktur fyrir að vera með frekar ýktan smekk sem sést vel á þeim fasteignum sem hann hefur fjárfest í í gegnum tíðina. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Depp átt heilt þorp í Frakklandi í næstum því fimmtán ár en núna vill hann losna við þorpið og hefur því sett það á sölu. Í þorpinu eru 12 hús og ásett verð er 3,4 milljarðar króna.

Depp pungaði nýverið 1,3 milljörðum króna í endurbætur þannig að verðandi kaupandi mun ekki kaupa köttinn í sekknum. Kaupandinn fær svo húsgögnin sem eru í húsum þorpsins í kaupbæti, að því er fram kemur í frétt Elle Decor.

Þorpið hefur að geyma nokkur íbúðarhús, gamlan veitingastað, líkamsrækt, tvær sundlaugar, torg og gamla kirkju sem hefur verið breytt í gestahús svo eitthvað sé nefnt.

Depp og fyrrverandi eiginkona hans, Vanessa Paradis, bjuggu í stærsta húsi þorpsins um tíma en það hús er um 400 fermetrar.

elledecor.com
elledecor.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál