Stórkostlegt einbýli þar sem svarti liturinn er áberandi

Hillurnar á stofuveggnum koma vel út.
Hillurnar á stofuveggnum koma vel út. Ljósmynd/Amit Giron

Stórir gluggar og guðdómlegur garður eru einkenni einbýlishúss sem teiknað var af 
Blatman-Cohen Architects
. Húsið er í Netanya í Ísrael. 

Arkitektastofan skapaði einstök rými þegar hún hannaði húsið. Hjarta hússins slær á fyrstu hæðinni þar sem eldhús og stofa flæða saman í eitt og í rýminu er veglegur stigi á milli hæða. 

Innréttingarnar eru dökkar en gólfin ljós og svo leikur viður stórt hlutverk án þess að yfirgnæfa allt. Svarti liturinn er líka áberandi en stiginn á milli hæða er með svörtu handriði og svo kalllast húsgögnin á. Svartar hillur prýða stofuna og svörtu bitarnir í loftinu búa yfir sjarma. 

Svörtu stólarnir við borðstofuborðið smellpassa inn á heimilið.
Svörtu stólarnir við borðstofuborðið smellpassa inn á heimilið. Ljósmynd/Amit Giron
Gluggarnir setja mikinn svip á stofuna og eldhúsið.
Gluggarnir setja mikinn svip á stofuna og eldhúsið. Ljósmynd/Amit Giron
Horft inn í eldhúsið og inn í stofu.
Horft inn í eldhúsið og inn í stofu. Ljósmynd/Amit Giron
Í eldhúsinu er stór eyja.
Í eldhúsinu er stór eyja. Ljósmynd/Amit Giron
Sundlaugin í garðinum býr til góða stemningu.
Sundlaugin í garðinum býr til góða stemningu. Ljósmynd/Amit Giron
Stiginn á milli hæða er svolítið brattur en handriðið er …
Stiginn á milli hæða er svolítið brattur en handriðið er traust. Ljósmynd/Amit Giron
Þegar staðið er við eyjuna í eldhúsinu er útsýnið svona.
Þegar staðið er við eyjuna í eldhúsinu er útsýnið svona. Ljósmynd/Amit Giron
Garðurinn er vel skipulagður.
Garðurinn er vel skipulagður. Ljósmynd/Amit Giron
Nostað hefur verið við útisvæðið.
Nostað hefur verið við útisvæðið. Ljósmynd/Amit Giron
Á neðri hluta hússins er viðarklæðning en steinn á efri …
Á neðri hluta hússins er viðarklæðning en steinn á efri hlutanum. Ljósmynd/Amit Giron
Húsið er vel byggt og fallegt.
Húsið er vel byggt og fallegt. Ljósmynd/Amit Giron
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál