Sænski prinsinn hannar fyrir Stelton

Carl Philip Bernadotte og Oscar Kylberg.
Carl Philip Bernadotte og Oscar Kylberg.

Carl Philip Bernadotte, sonur Karls Gústavs Svíakonungs og Silvíu drottningar, hefur hannað nýja línu fyrir hið fræga fyrirtæki Stelton. Prinsinn er menntaður grafískur hönnuður og rekur hönnunarfyrirtækið Bernadotte & Kylberg ásamt félaga sínum, Oscar Kylberg.

Fyrirtækið Stelton er þekkt fyrir kaffikönnur sínar sem urðu algert möst á níunda áratugnum og svo komust þær aftur í tísku fyrir nokkrum árum. Nú er Stelton að breiða út anga sína og fá ferska hönnuði til liðs við sig og ber línan Stockholm merki um það. Þeir félagar sóttu innblástur í norræna náttúru þegar þeir hönnuðu línuna en í línunni eru vasar og skálar með fallegu munstri.

Það sem er sérstakt við þessa línu frá Stelton er að nýstárlegri framleiðslutækni er beitt. Í grunninn eru hlutirnir í línunni úr áli sem er húðað með glerungi sem síðan er skreyttur með grafík.

Stockholm-línunni hefur verið afar vel tekið og vann hún nýlega hin virtu Red Dot-verðlaun í flokki „high quality design“.

Skálarnar eru úr áli í grunninn.
Skálarnar eru úr áli í grunninn.
Grafíkin í línunni er sótt í norrænt landslag.
Grafíkin í línunni er sótt í norrænt landslag.
Blái liturinn er hátíðlegur.
Blái liturinn er hátíðlegur.
Stelton kaffikanna í bronslit.
Stelton kaffikanna í bronslit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál