Myndaalbúmin eru dýrmætust

Vöruhönnuðurinn Björg Juto.
Vöruhönnuðurinn Björg Juto.

Vöruhönnuðurinn og fagurkerinn Björg Juto kann vel að meta fallega hönnun og húsbúnað. Nýverið fjárfesti hún í Semi pendant-ljósinu frá Gubi og næsta skref er að láta ramma inn listaverk. Björg er þessa stundina að einbeita sér að myndlist og málar aðallega út frá ljósmyndum sem hún og eiginmaður hennar, Ingvar Bjarnason, hafa tekið.

Hvað er það seinasta sem þú keyptir þér og elskaðir? „Semi pendant-ljós frá Gubi.“

Í hverju ætlar þú að fjárfesta næst? „Ætli ég láti ekki ramma inn nokkur málverk sem bíða.“

Hver er ógleymanlegasti staður sem þú hefur ferðast til á seinasta ári? „Þorskafjörður, þar náðum við að sjá fimm erni á flugi samtímis. Það var eftirminnileg upplifun.“

Hver er besti minjagripur sem þú hefur tekið með þér úr ferðalagi? „Dúkur frá Svíþjóð er í uppáhaldi.“

Hvaða hlut myndir þú aldrei láta frá þér? „Hlutir skipta mig miklu máli og þar af leiðandi á ég margt sem ég ætti erfitt með að láta frá mér, líklega eru myndaalbúmin þar efst á lista.“

Seinasta máltíð sem þú naust virkilega að borða? „Þótt ég geti engan veginn munað hvað ég fékk mér þá naut ég stundarinnar virkilega þegar við hjónin sátum á veitingahúsi í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Naut líklega félagskaparins mun betur en matarins.“

Hver er sá munaður sem þú gætir aldrei sleppt? „Sushi!“

Hver er seinasti aukahlutir sem þú keyptir þér? „Ég keypti mér veski um daginn.“

Uppáhalds snyrtivara? „Ég nota lítið af snyrtivörum og kaupi þær sjaldan, þannig að sá heimur er mér hulinn.“

Uppáhalds smáforrit? „Veit ekki.“

Semi Pendant-ljósið frá Gabi.
Semi Pendant-ljósið frá Gabi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál