Með svalasta ísskáp landsins

Svalasti ísskápur landsins.
Svalasti ísskápur landsins. Eggert Jóhannesson

Viktor Sigursveinsson í rokksveitinni Endless Dark er með einn svalasta ísskáp landsins. Hann og kona hans, Berglind Sveina Gísladóttir,  eru miklir Star Wars aðdáendur og hafa frosinn Han Solo framan á ísskápshurðinni. Viktor er einnig fígúrusmiður. 

„Sagan með ísskápinn er sú að ég og eiginkonan erum miklir Star Wars aðdáendur. Okkur langaði svo mikið í stórt Star Wars verk í húsið. Við töluðum við Konráð úr X-prent og hann bjó til þennan risa límmiða og skellti honum á ísskápinn, Han Solo frosinn í kolefni,“ segir Viktor. 

Í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, segir hann frá fígúrusmíð sinni en Viktor er sjálflærður. „Ég hef verið aðdáandi af leikföngum, sérstaklega frá níunda áratugnum. Ég hef reynt að safna He-Man, Turtles og Thundercats fígúrum og alltaf haft áhuga á hvernig þau eru gerð.“

Hljómsveitin hefur gefið út eina plötu og vinnur að útgáfu þeirra næstu sem verður þemaplata þar sem ástir og örlög koma við sögu en aðdáendur vísindaskáldskaps ættu ekki að láta plötuna framhjá sér fara samkvæmt Viktori. Um miðjan ágúst fengu aðdáendur hljómsveitarinnar smá forsmekk þegar myndband við lagið Warriors kom út og er óhætt hægt að segja að rokkþyrstir geti hækkað. Bróðir Viktors gerði myndbandið og listinn því í blóð borinn.

Viktor stefnir á að móta sögupersónur plötunnar í fígúrur áður en langt um líður. „Eitt sinn settist ég fyrir framan tölvuna og skoðaði á Youtube hvernig svona fígúrur eru gerðar og horfði svo alltaf á meira og meira. Því næst prófaði ég að kaupa hráefni og malla þetta sjálfur. Síðan hefur boltinn verið að rúlla. Það má alveg segja að ég sé sjálflærður, jafnvel Youtubelærður,“ segir Viktor.

Tónlist Endless Dark var eitt sinn skilgreind af Arnari Eggerti Thorodssen, tónlistarspekúlant Morgunblaðsins og lýsti hann henni sem nokkurs konar „post-hardcore“ eða „screamo“; rokktónlist sem er sprottin úr harðkjarnarokki og hefur sumpart aðgengilegra yfirbragð. Níðþungir kaflar og hámelódískir sprettir skiptast á eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Hljómsveitin Endless Dark.
Hljómsveitin Endless Dark.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál