Stafaparketið að koma sterkt inn

Ævar Gíslason.
Ævar Gíslason. mbl.is/Árni Sæberg

Parketið sem selt er hjá Parketverksmiðjunni í Síðumúla er hér um bil íslensk framleiðsla, þó að verksmiðjan sé úti í Litháen og efniviðurinn litháískt, rússneskt og úkraínskt timbur. Verksmiðjan er nefnilega í eigu íslenskra aðila og hægt að verða við hvers kyns séróskum rétt eins og parketið væri sett saman hér á landi.

Ævar Gíslason stendur vaktina í Parketverksmiðjunni en verslunin var opnuð árið 2009 og er eins konar útibú verksmiðjunnar í Litháen. Auk þess að selja vandað parket selur Parketverksmiðjan líka vönduð einingahús sem má fá smíðuð eftir máli ef svo ber undir. Nú þegar má finna um þrjátíu einingahús frá Parketverksmiðjunni hér á landi. Nú síðast bættist við smíði baðherbergiseininga og er hægt að panta baðherbergi fullbúið í hvaða rými sem er, með flísum, lýsingu, og öllu tilheyrandi.

Að sögn Ævars eru viðskiptavinir Parketverksmiðjunnar ekki bara að sækja í útlitið, heldur líka gæðin í parketinu sem verslunin selur. „Við notum eingöngu birkikrossvið í undirlag parketsins á meðan flestir aðrir framleiðendur nota furu eða einhvern annan við. Birkikrossviðurinn er dýr, en hefur ótvíræða kosti; þolir betur raka og bleytu og er harðari. Styrkurinn í birkikrossviðnum spornar við hreyfingu í viðnum og kemur það sér vel í húsum þar sem hiti er í gólfi.“

Þykkt og ending

Þá eru plankarnir þykkari hjá Parketverksmiðjunni en gengur og gerist. „Parketið okkar er yfirleitt um 16 mm þykkt, og er þá birkikrossviðurinn 12 mm og eikin vinsælust á yfirborðinu, 4 mm. Framleiðum við þó allt að 21 mm þykka planka þar sem yfirborðsviðurinn er 6 mm á þykkt,“ segir Ævar og bendir á að þykkara parket sé ávísun á lengri endingu. „Ef yfirborðslagið er þykkara þýðir það að það má pússa parketið upp oftar. Margir framleiðendur eru í dag farnir að þynna hjá sér plankaparketið og yfirborðslagið jafnvel bara 2 mm á þykkt sem þýðir að gæðin eru minni og ekki að því hlaupið að slípa parketið ef fólk vill hressa upp á viðinn eða jafnvel lakka hann í nýjum tón.“

Sumir viðskiptavinanna leita til Parketverksmiðjunnar til að fá parketið sérframleitt. Þannig útvegaði verslunin stafaparketið sem notað er í herbergjunum á Apótek Hóteli í Austurstræti en arkitektinn bað um parket sem liti út eins og það væri gamalt. „Parketið þurfti helst að líta út fyrir að vera hundrað ára. Náðum við fram þeim áhrifum með því að bursta parketið, berja og höggva og var útkoman mjög góð,“ útskýrir Ævar. „Við getum sérframleitt í litlu magni og þar sem yfirbyggingin er lítil þá þarf sérsmíðaða parketið ekki að vera mikið dýrara en það sem keypt er beint af lager.“

Margir nýta flutninga til að skipta um parket

Heyra má á Ævari að salan gengur prýðilega. Kemur það blaðamanni á óvart því tiltölulega rólegt hefur verið í byggingageiranum. Bendir Ævar á að fólk haldi samt áfram að flytja, ýmist til að minnka við sig eða stækka heimilið þegar nýir fjölskyldumeðlimir bætast við. Vilji fólk þá oft fá ný gólfefni til að fegra heimilið. Einnig þarf parket á öll nýju hótelin sem rísa upp hér og þar um landið.

Spurður um tískustraumana þessi misserin segir Ævar gráa og hvíta tóna vinsæla. Er einnig mikill áhugi á stórum plankaparketfjölum sem eru allt að 2,9 metrar að lengd. Er meira að segja hægt að sérpanta planka sem eru 4 metrar á lengd. „Stafaparketið er líka að koma sterkt inn og getur gefið skemmtilegt gamaldags yfirbragð. Það getur verið meiri vinna að leggja stafaparketið en plankana en útkoman getur verið mjög falleg,“ segir hann. Eru stafirnir farnir að breikka og stækka.

„Við útveguðum nýlega stafaparket með stærri stöfum í tvö hús og kom það virkilega flott út. Eigendurnir voru alveg í skýjunum.“

Fiskibeinamunstur hefur sjaldan verið vinsælla.
Fiskibeinamunstur hefur sjaldan verið vinsælla. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál