Solla og Elli selja Kjósina

Solla Eiríks og Elli.
Solla Eiríks og Elli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Solla Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson á Gló hafa sett sumarhús sitt á sölu. Það er byggt 2006 og er 81 fm að stærð. Sumarhúsið er sjarmerandi og stendur við Meðalfellsvatn. Frægir hafa haldið til við Meðalfellsvatn en þar búa Bubbi og Hrafnhildur og áður bjó Tolli bróðir hans Bubba á svipuðum slóðum en hann seldi hús sitt 2014. Stutt frá þar sem Solla og Elli eiga bústað er Skúli Mogensen með sumarhús sitt. Þeir sem kjósa kyrrð og ró frá daglegu amstri hafa sótt í húsin við Meðalfellsvatn enda eru þarna mikið af góðum gönguleiðum og hjólaleiðum sem gott er að nýta til að róa hugann. 

Í bústaðnum hjá Sollu og Ella er mínimalískur stíll í hávegum hafður og hvergi er óþarfa prjál að þvælast fyrir.

Náttúran í kringum bústaðinn er heillandi og svo er gott pláss til að rækta grænmeti og í bústaðnum. Þar er garðskáli og í garðinum eru matjurtagarðar auk þess er góð verönd í kringum húsið.

Á dögunum sagði Smartland Mörtu Maríu frá því að Solla og Elli hefðu sett glæsilega penthouse-íbúð sina við Laugaveg á sölu. Íbúðin er seld og ætlar parið að flytja úr 101 í Garðabæ þar sem þau hafa fest kaup á húsi.

HÉR er hægt að skoða sumarbústaðinn betur.

Solla og Elli selja þakíbúðina

Tolli selur húsið í Kjósinni

Í bústaðnum er arinn.
Í bústaðnum er arinn. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Stofan og borðstofan eru í sama opna rýminu.
Stofan og borðstofan eru í sama opna rýminu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið er með hvítri innréttingu.
Eldhúsið er með hvítri innréttingu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Bogaglugginn í stofunni skapar góða stemningu.
Bogaglugginn í stofunni skapar góða stemningu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hjónaherbergið er stílhreint.
Hjónaherbergið er stílhreint. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Baðherbergið er með viðar-innréttingu.
Baðherbergið er með viðar-innréttingu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Það er fínt skápapláss í hjónaherberginu.
Það er fínt skápapláss í hjónaherberginu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Húsið stendur við Meðalfellsvatn.
Húsið stendur við Meðalfellsvatn. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Svona lítur húsið út að utan.
Svona lítur húsið út að utan. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Góð aðstaða er í húsinu til ræktunar.
Góð aðstaða er í húsinu til ræktunar. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Húsið að utan.
Húsið að utan. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu með fulningahurðum.
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu með fulningahurðum. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Borðstofan og eldhúsið tengjast.
Borðstofan og eldhúsið tengjast. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Gangurinn er stílhreinn.
Gangurinn er stílhreinn. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál