„Leyfið mér alltaf að stjórna tónlistinni. Alltaf.“

Þóra Hallgrímsdóttir.
Þóra Hallgrímsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur segir að ástæða þess að hún hætti að nota hluti er sú að hún brjóti þá. Hún hefur 

Hver er þinn uppáhaldshönnuður?

„Ég get ekki gert upp á milli fólks sem gerir gott. Kannski samt sá hönnuður sem hannaði tappatogarann. Það er, þennan sem virkar. Helst hann.“

Lumar þú á ódýrri lausn?

„Greiningardeild Meniga hefur metið það svo að ég sé vanhæf til að svara þessari spurningu.“

Í hvaða rými heima hjá þér eyðir þú mestum tíma?

„Í rúminu.“

Áttu gæludýr?

„Nei. Á ekki og hef aldrei átt. Kaldlyndi mitt nær líklega algjöru hámarki við þessa spurningu.“

Færðu oft gesti í heimsókn?

„Ég gæti mögulega svarað því ef ég væri meira heima hjá mér. Ég held ekki.“

Hver er uppáhaldshluturinn þinn á heimilinu?

„Á einhvern hátt er það vel notað og margbólstrað tekksófasett sem var upphaflega í eigu ömmu minnar og afa. Það er búið að fara í gegnum nokkrar bólstranir: sixtís hjá ömmu og afa og næntís hjá mömmu og pabba á Húsavík (ekki okkar besti áratugur) og síðan sixtís aftur hjá mér í Reykjavík. Þetta er sko ekki búið!“

Hvað finnst þér vera mesta prýði heimilisins?

„Það er maðurinn sem hangir uppi á vegg í borðstofunni minni; í formi lýsingar Birgis Andréssonar myndlistarmanns á honum.“

Er eitnhver hlutur eða húsgagn sem þú þráir að eignast?

„Hlutir eða húsgögn vekja ekki hjá mér þrá. Það er eitthvað allt annað. Nema kannski bækur. Þar er einhvers konar þrá.“

Ertu dugleg að nostra við heimilið?

„Ég er dugleg þegar ég nostra. Þess á milli, ekki dugleg.“

Hvað gerir þú við hluti sem þú ert hætt að nota?

„Ástæða þess að ég hætti að nota hluti er venjulega sú að ég brýt þá. Óvart. Geymi þá síðan í nokkur ár. Til öryggis.“

Ertu með þrifæði?

„Nei. Ekki nema megi skilgreina það þannig að það sé einhvers konar æði að þrífa sjálf heima hjá sér. Þá er ég með svoleiðis.“

Ryksugar þú fyrir eða eftir partí?

„Já.“

Ertu með eitthvert partítrix?

„Já krakkar mínir. Leyfið mér alltaf að stjórna tónlistinni. Alltaf.“

Ertu að safna einhverju fyrir heimilið?

„Ég safna góðum augnablikum. Þau prýða hvert heimili.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál