Leifur Welding endurhannaði Strikið

Mammoth stólarnir koma einstaklega vel út.
Mammoth stólarnir koma einstaklega vel út. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri var endurhannaður á dögunum. Mjúkir litir ráða nú ríkjum á staðnum og er hönnunin svolítið skandinavísk. Lúmex hannaði lýsinguna og er mikið lagt upp úr henni. Leifur Welding sá um endurhönnunina á Strikinu. Eigendur staðarins Heba Finnsdóttir og Róbert Häsler lokuðu staðnum 2. janúar en með góðu skipulagi og vinnusemi náðist að opna staðinn aftur 16. janúar. Það þykir mikið afrek að það hafi tekist. 

Mammoth-stólarnir eftir Knut Bendik Humlevik og Rune Krøjgaard njóta sín vel á staðnum en þeir eru handgerðir með viðarramma. Stólarnir eru bólstraðir með þykku efni sem er ákaflega vandað. Þessir stólar eru bæði þægilegir og smekklegir. Þessir stólar fást í Norr 11 en þaðan koma líka barstólarnir. Auk þess prýða húsgögn frá GÁ húsgögnum staðinn. 

Skipt var um gólfefni á Strikinu og kemur parketið frá Agli Árnasyni. 

„Þema staðarins hefur í raun ekki breyst mikið, við viljum halda í okkar faglegu þjónustu og framúrskarandi mat í nýju umhverfi. Við erum samt með breytingunum að vonast eftir því að ná upp smá svona „before-bar“ stemningu en við erum með happy hour hjá okkur á föstudags- og laugardagskvöldum milli kl. 22-24,“ segir Heba Finnsdóttir, eigandi Striksins.

„Hugsunin er að fólk geti fengið sér einn eða tvo drykki áður en skemmtistaðir bæjarins fá að njóta danshæfileika þinna,“ segir hún og brosir. 

Hér sést kósýhornið á Strikinu vel.
Hér sést kósýhornið á Strikinu vel. Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Mammoth stóllinn eftir Knut Bendik Humlevik og Rune Krøjgaard.
Mammoth stóllinn eftir Knut Bendik Humlevik og Rune Krøjgaard. Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Takið eftir glerhillunum fyrir ofan barinn. Þær koma ansi vel …
Takið eftir glerhillunum fyrir ofan barinn. Þær koma ansi vel út. Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Lýsingin á staðnum er góð.
Lýsingin á staðnum er góð. Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Loftljósin yfir borðunum skapa góða stemningu.
Loftljósin yfir borðunum skapa góða stemningu. Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Barstólarnir eru heillandi.
Barstólarnir eru heillandi. Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Strikið er ákaflega hlýlegur staður.
Strikið er ákaflega hlýlegur staður. Ljósmynd/Auðunn Níelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál