Smekklegt fólk ætti ekki að eiga sjónvarp

Innanhússhönnuðurinn Linda Levene er ekki hrifin af stórum sjónvörpum.
Innanhússhönnuðurinn Linda Levene er ekki hrifin af stórum sjónvörpum. Thinkstock / Getty Images

Hinn sjálfskipaði sérfræðingur í siðareglum, William Hanson, skrifaði nýlega grein í dagblaðið Daily Mail þar sem hann listaði stór sjónvörp með þeim 12 hlutum sem smekklegt fólk ætti aldrei að eiga. Á listann rötuðu reyndar ýmsir aðrir hlutir, líkt og heitir pottar og amerískir ísskápar.

Linda Levene, innanhússhönnuður hjá LLI Design, tekur í sama streng og segist ekki par hrifin af stórum sjónvörpum, frekar en flestar kynsystur hennar.

„Karlmenn elska stór sjónvörp. Konur hinsvegar þola þau ekki. Ég hef ennþá ekki hitt konu sem segist vilja stærsta sjónvarp sem völ er á. Menn elska græjur og elska að sýna sig,“ segir Levene og á þá greinilega við að stærð skipti í raun og veru máli.

Levene bætir við að innanhúshönnuðir hatist jafnan við stór sjónvörp, nema þegar þeim er plantaði í stórar loftíbúðir á Manhattan.

„Ef ég segði við einhvern, ég ætla að mála stóran svartan kassa á vegginn hjá þér, er það ekki í lagi? myndi svarið vera, nei alls ekki. Hvers vegna ætti ég að vilja hafa svartan kassa á veggnum mínum?“

Levene segist helst vilja geyma sjónvörp þar sem þau sjást ekki. Það er í sérstökum sjónvarpsherbergjum. Ef ekki er kostur á því notast hún gjarnan við tækni þar sem skjárinn er falinn bakvið mynd, eða málverk, sem hægt er að hreyfa úr stað með aðstoð fjarstýringar. Þá segir hún annan kost vera að byggja sjónvarpið inn í sérstaka, en snotra, einingu.

Levene leggur síðan að lokum blátt bann við sjónvörpum í svefnherbergi, sem hún segir brjóta í bága við allar Feng-Shui reglur sem til eru. Og þar höfum við það.

Frétt The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál