Orri Hauksson selur glæsiíbúðina

Stofan er björt en út af stofunni er gengið út …
Stofan er björt en út af stofunni er gengið út á svalir.

Orri Hauksson forstjóri Skipta hefur sett glæsilega íbúð sína við Vatnsstíg 15 í Reykjavík á sölu. Íbúðin er smekklega innréttuð en hún er 135 fm að stærð. Blokkin sjálf sem íbúðin er í var byggð 2004. 

Íbúðin er vel skipulögð og skemmtileg. Eldhúsið er opið inn í stofu með rúmgóðri borðstofu. Í íbúðinni eru rúmgóðar og huggulegar svalir. Það sem er heillandi við íbúðina er til dæmis að í henni eru tvö salerni sem er mikill kostur ef fólk er með börn. 

Síðustu ár hefur íbúðin við Vatnsstíg verið í útleigu en Orri býr ásamt eiginkonu sinni, Selmu Ágústsdóttur, við Laufásveg 69. Hann og Selma keyptu Laufásveginn 2015 eftir að hafa leigt húseignina af Hverfiseignum ehf, sem eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur. 

HÉR er hægt að skoða Vatnsstíg 15 nánar. 

Forstjóri Skipta leigir af 365

Baðherbergið er flísalagt með svörtum flísum í 10x10 stærð. Á …
Baðherbergið er flísalagt með svörtum flísum í 10x10 stærð. Á móti eru veggir með steypupússningu.
Hér sést hvað veggirnir með steypupússningunni koma vel út.
Hér sést hvað veggirnir með steypupússningunni koma vel út.
Eldhúsið er með eldhúsinnréttingu úr burstuðu stáli og granít-borðplötum.
Eldhúsið er með eldhúsinnréttingu úr burstuðu stáli og granít-borðplötum.
Horft inn í eldhúsið.
Horft inn í eldhúsið.
Forstofan er smekkleg en gesta salernið er inn af forstofunni.
Forstofan er smekkleg en gesta salernið er inn af forstofunni.
Horft úr stofunni inn í eldhús.
Horft úr stofunni inn í eldhús.
Selma Ágústsdóttir og Orri Hauksson.
Selma Ágústsdóttir og Orri Hauksson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál