Einstaklega lekker hæð við Hraunteig

Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu.
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu. Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is

Við Hraunteig í Reykjavík stendur ákaflega glæsileg íbúð í húsi sem byggt var 1949. Sjálf hæðin er 138 fm og var íbúðin endurnýjuð mikið fyrir nokkrum árum. Hvíti liturinn er notaður á heillandi hátt í íbúðinni. Allar innréttingar eru hvítar sprautulakkaðar og veggirnir eru málaðir í ljósgráum tónum. 

Gólflistar íbúðarinnar eru í stíl við innréttingarnar eða hvítir að lit. Auk þess eru allir gluggar málaðir hvítir. 

Þegar inn í íbúðina er komið er það fyrst og fremst fallegt heimili sem blasir við. Ljósir og lekkerir tónar eru áberandi og hver hlutur á sinn stað. Það er ekki mikið um óþarfa prjál í íbúðinni heldur á hver hlutur sinn stað. 

HÉR er hægt að skoða íbúðina nánar. 

Horft inn í borðstofuna.
Horft inn í borðstofuna. Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Sjónvarpsskenkurinn kemur vel út á stofuveggnum.
Sjónvarpsskenkurinn kemur vel út á stofuveggnum. Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Hvítir litir eru áberandi í íbúðinni.
Hvítir litir eru áberandi í íbúðinni. Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Baðherbergið er stílhreint og fallegt. Hvít sprautulökkuð innrétting og stór …
Baðherbergið er stílhreint og fallegt. Hvít sprautulökkuð innrétting og stór og veglegur speglaskápur. Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Á baðherberginu er stór gluggi.
Á baðherberginu er stór gluggi. Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljósir litir ráða ríkjum í íbúðinni.
Ljósir litir ráða ríkjum í íbúðinni. Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál