7 leiðir til að draga úr heimilissorpi

Auðvelt er að draga úr sorpi með nokkrum einföldum ráðum.
Auðvelt er að draga úr sorpi með nokkrum einföldum ráðum. Thinkstock / Getty Images

Gríðarlegt magn af sorpi fellur til á hefðbundnum heimilum, sem síðan endar í landfyllingum. Tiltölulega auðvelt er að draga úr þessu magni, en á vef Mindbodygreen er að finna vikuplan sem auðvelt er að fara eftir þegar stíga á sín fyrstu skref í átt að vistvænni lífstíl.

Dagur 1: Slepptu plastpokunum
Vendu þig á að koma með taupoka í matvöruverslanir. Geymdu nokkur stykki í skottinu á bílnum, eða í við útidyrnar.  

Dagur 2: Slepptu gosdrykkjum
Á hverju ári lenda 35 milljarðar af plastflöskum í ruslinu. Vendu þig á að notast við brúsa og drekka vatn í stað þess að kaupa gosdrykki og sódavatn í stórum stíl.

Dagur 3: Hugaðu að moltugerð
Að jafnaði má um það bil setja tvo þriðju af heimilissorpi í safnhaug. Moltugerð er sérlega einföld leið til að minnka heimilissorpið, auk þess sem moltan er sérlega gagnleg þeim sem eru með garð.

Dagur 4: Notaðu ferðamál
Gríðarlegt magn af einnota kaffibollum lenda í ruslinu á hverjum degi. Auðvelt er að draga úr rusli með því að notast við margnota ferðamál. Þess að auki bjóða mörg kaffihús upp á afslátt fyrir þá sem koma með eigin mál.

Dagur 5: Dragðu úr notkun umbúða
Mörgum blöskrar umbúðir utan um matvæli, sem eru sífellt að verða fyrirferðameiri. Slepptu því að setja grænmeti og ávexti í litla plastpoka í stórmarkaðnum, kauptu vörur á mörkuðum eða í verslunum sem gefa fólki kost á að koma með eigin umbúðir.

Dagur 6: Gefðu hlutum framhaldslíf
Að kaupa fatnað, bækur og húsmuni á nytjamörkuðum og verslunum sem selja notaðar vörur sparar þér ekki einungis peninga, heldur dregur það úr sorpi auk þess sem vörunum fylgja ekki umfangsmiklar umbúðir.

Dagur 7: Forðastu einnota vörur
Það er sífellt verið að freista okkar með einnota vörum, svo sem drykkjarrörum, plasthnífapörum,  munnþurrkum og svo framvegis. Í stað þess að notast við slíkar vörur, sem lenda í ruslinu eftir nokkrar mínútur, skaltu notast við vörur sem eiga sér framhaldslíf, líkt og munnþurrkur úr taui, endurnotanleg stálrör og fleira þessháttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál