5 leiðir til að fínisera eldhúsið, án þess að týna sjarmanum

Öll viljum við hafa gott skipulag í eldhúsinu.
Öll viljum við hafa gott skipulag í eldhúsinu. Skjáskot Food52

Margir hverjir kannast við það að eiga í stökustu vandræðum með að halda eldhúsinu huggulegu. Enginn vill hafa draslaralegt í kringum sig, en margir vilja þó halda í hlýleikann. Á vef Food52 er að finna pistil um hvernig gott sé að bera sig að, fyrir okkur sem dönsum á línunni.

Stilltu fíneríinu upp
Hvers vegna að eyða fúlgum fjár í fallegar skálar eða skurðarbretti til þess eins að loka herlegheitin inni í skúffum og skápum. Þetta kann að virðast mótsagnakennt, en horn og skúmaskot geta oft nýst vel til þess að stilla fíneríinu upp. Passið bara að skilja eftir nægt vinnupláss.

Alger synd er að fela falleg skurðarbretti og aðra sæta …
Alger synd er að fela falleg skurðarbretti og aðra sæta muni. Skjáskot Food52

Taktu opnum hillum opnum örmum
Stórir, vegghengdir skápar kunna að virðast rúmgóðir. Ýmsir hlutir eiga þó gjarnan til að daga uppi og týnast inni í skáp og koma síðan í leitirnar við næstu stórþrif. Opnar hillur eru tilvaldar til að halda utan um muni sem líta vel út, og eru í talsverðri notkun.

Opnar hillur hafa verið sérlega vinsælar undanfarið.
Opnar hillur hafa verið sérlega vinsælar undanfarið. Skjáskot Food52

Leiktu þér með eldhússkenkinn
Það er synd að loka fallega stellið frá ömmu inni í skáp þar sem enginn sér það. Eldhússkenkur er tilvalinn til koma skikki á munina, auk þess sem þeir fá að láta ljós sitt skína.

Gamla sparistellið sómir sér vel í fallegum skenk.
Gamla sparistellið sómir sér vel í fallegum skenk. Skjáskot Fodd52

Notaðu eyjuna
Skúffur og hillur í eldhúseyjunni eru tilvaldar stærri fyrir hluti sem taka pláss á borðplötunni og eru of þungir til að geymast í efri hillum. Til að mynda blandara og bökunarform.

Gott er að nýta eldhúseyjuna til að geyma muni sem …
Gott er að nýta eldhúseyjuna til að geyma muni sem ekki sóma sér vel uppi á borði. Skjáskot Food52

Slár eru ekki bara fyrir föt
Vegghengd slá er frábær leið til að koma skikki á fallega potta og ýmis áhöld. Auk þess að vera afar hentug setja slíkar slár sérlega hlýlegan og skemmtilegan svip á hvaða eldhús sem er. Fyrir utan hversu auðvelt er að finna viðeigandi áhöld hverju sinni.

Sniðugt er að hengja áhöld upp á þar til gerðar …
Sniðugt er að hengja áhöld upp á þar til gerðar vegghengdar slár. Skjáskot Food52
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál