Gleðisprengja við Naustabryggju

Eldhúsið er eins og ævintýragarður. Stólarnir hans Daníels Magnússonar passa …
Eldhúsið er eins og ævintýragarður. Stólarnir hans Daníels Magnússonar passa vel við eyjuna og svo keyra flögg alltaf upp stemninguna.

Það er ekki hægt að segja að neitt sé hefðbundið eða „sterílt“ við þetta glæsilega heimili við Naustabryggju í Reykjavík. Þótt innréttingar séu nokkuð hefðbundnar fær hinn einstaki stíll að njóta sín í innanstokksmunum og stíliseringu. 

Sú sem hér skrifar og ræður ríkjum játar að henni hitnaði alveg inn að hjartarótum við að skoða myndirnar. Þvílík gleðisprengja sem þessi íbúð er og eitthvað svo óíslensk og eitursvöl. Hjarðhegðun þjóðarinnar gerir það að verkum að það er stundum aðeins of svipað heima hjá allt of mörgum. Hér er það ekki þannig. Hér er skapandi hugsun í forgrunni og húsráðendur eru greinilega með ákaflega næmt auga fyrir litasamsetningum. Auk þess er rýmisgreind yfir meðallagi. 

Hér er enginn hræddur við að eitthvað verði asnalegt. Ef Smartland Mörtu Maríu ætti að gefa þessari íbúð einkunn þá fengi hún 11 af 10 mögulegum.

Verst að húsgögnin fylgja líklega ekki með þegar íbúðin verður seld en HÉR er hægt að skoða hana nánar.  

Horft inn í stofu og borðstofu. Hér má sjá glæra …
Horft inn í stofu og borðstofu. Hér má sjá glæra stóla frá Kartell og Tom Dixon kúlan sem hangir úr loftinu keyrir upp diskóið.
Baðherbergið er stórkostlegt. Flísarnar skapa góða stemningu og frístandandi vaskurinn …
Baðherbergið er stórkostlegt. Flísarnar skapa góða stemningu og frístandandi vaskurinn kemur vel út.
Rauða rennihurðin gerir stigaganginn heillandi.
Rauða rennihurðin gerir stigaganginn heillandi.
Hér er plássið fyrir föt nýtt mjög vel.
Hér er plássið fyrir föt nýtt mjög vel.
Hér er sko hægt að hafa það reglulega notalegt.
Hér er sko hægt að hafa það reglulega notalegt.
Eldhúsið sjálft er frekar einfalt og stílhreint en aukahlutirnir búa …
Eldhúsið sjálft er frekar einfalt og stílhreint en aukahlutirnir búa til almennilega stemningu.
Túrkislitaði glerskápurinn er mjög svalur í þessu rými. Svo má …
Túrkislitaði glerskápurinn er mjög svalur í þessu rými. Svo má sjá spegil frá Further North.
Myndaveggurinn kemur vel út á nákvæmlega þessum stað.
Myndaveggurinn kemur vel út á nákvæmlega þessum stað.
Þessi leðurstóll úr Casa er mjög svalur.
Þessi leðurstóll úr Casa er mjög svalur.
Horft inn í stofuna. Hér má sjá hvernig búið er …
Horft inn í stofuna. Hér má sjá hvernig búið er að raða fallegum hlutum saman á sjarmerandi hátt.
Hér er sko hægt að hafa það huggulegt.
Hér er sko hægt að hafa það huggulegt.
Heimskortið passar vel inn í herbergið.
Heimskortið passar vel inn í herbergið.
Þetta herbergi er mjög skemmtilegt.
Þetta herbergi er mjög skemmtilegt.
Barnaherbergin gerast ekki miklu flottari.
Barnaherbergin gerast ekki miklu flottari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál