Marokkóskt retro glam með næntís tvisti

Maralunga sófinn frá Cassina fæst í Casa.
Maralunga sófinn frá Cassina fæst í Casa.

Ein af ástríðum mínum í lífinu er heimili. Ég þreytist ekki á því að gera fallegt í kringum mig. Ég hef líka góða yfirsýn yfir hvaða húseignir eru til sölu á stór-Reykjavíkursvæðinu og hvað mun koma á sölu næstu daga. Þegar ég er ekki í vinnunni, í símanum að tala við fasteignasala eða að sinna fjölskyldunni dunda ég mér við að færa til húsgögn, mála veggi, lakka innihurðir og sauma gardínur. Á síðustu fjórum árum hef ég flutt þrisvar sinnum og finnst það bara alveg í lagi.

Í hvert skipti sem ég hef flutt á síðustu árum hef ég breytt eldhúsinu.

Sumir fara í golf, æfa fyrir járnkarl eða veiða, en ég er bara í þessu. Að færa til húsgögn og er svona líka alsæl á meðan á því stendur. Reglulega sé ég einhverjar húseignir sem ég væri til í að kaupa og á dögunum gekk þetta svo langt að ég hringdi í fasteignasala sem ég er búin að þekkja lengi. Þegar ég var búin að fara yfir erindi mitt sagði hann: „Þú varst að flytja, þú getur ekki flutt aftur strax. Drífðu þig bara í ræktina eða eitthvað og hættu að hugsa um þetta.“

Þegar ég fór að velta þessu fyrir mér áttaði ég mig á því að fyrir þessari ókyrrð væri býsna lógísk skýring. Vegna mikilla anna síðasta árið í að græja og gera heima fyrir stefnir í verkefnaskort. Þegar verkefnaskortur gerir vart við sig þarf ég nýtt verkefni – annars veslast ég upp.

Í öllum þessum glundroða sem á sér stað í ferlinu „að gera fallegt í kringum sig“ er þó eitt sem breytist ósköp lítið og það er smekkur minn á húsgögnum. Ef smekkurinn væri greindur ofan í öreindir yrði hann skilgreindur sem svona marókkóskt retro glam með næntís tvisti.

Ég elska pallíettur og glansáferð og myndi helst vilja hafa alla veggi speglaklædda með bronsspeglum. Þetta er samt allt á góðri leið því það eru komnir bronsspeglar á eyjuna í eldhúsinu og á heilan vegg á baðherberginu og í forstofuna.

Speglar hafa þá eiginleika að stækka rými og búa til höfðinglegt yfirbragð. Þegar speglarnir eru komnar í brons eða steingráan gerast töfrarnir. Vala Matt sagði í viðtali hér í blaðinu að hvíti liturinn fylgdi henni hús úr húsi. Bronsspeglarnir eru svolítið minn hvíti litur. Ég get einhvern veginn alltaf fundið stað fyrir einn og einn speglavegg.

Nú, svo er það húsgagnasmekkurinn, sem breytist lítið sem ekki neitt. Enn þann dag í dag finnst mér sömu húsögn falleg og ég heillaðist af sem barn. Smekkur minn á húsgögnum er því ákaflega litaður af níunda áratugnum, sem útskýrir líklega speglaáráttuna. Frá því ég var lítil hefur mig langað í Maralunga-sófann frá Cassina sem fæst í Casa. Þessi sófi lék aðalhlutverk í auglýsingu verslunarinnar á níunda áratugnum. Munið þið ekki eftir því hvernig bökin á sófanum hreyfðust upp og niður? Síðan þá hef ég vitað að einn góðan veðurdag yrði ég stoltur eigandi slíks grips. Þegar ég flutti síðast linnti ég ekki látum fyrr en ég var búin að eignast slíkan grip og stendur hann nú á besta stað í stofu. Og mun vera þar þangað til yfir lýkur. Amen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál