Miklu djarfari í litavali en áður

Berglind Berndsen innanhússarkitekt.
Berglind Berndsen innanhússarkitekt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Berndsen innanhússarkitekt FHI hefur sinn persónulega stíl þegar kemur að hönnun. Þegar hún er spurð út í tískustrauma heimilisins játar hún að henni leiðist þetta orð. Fólk eigi ekki að stýrast af tískustraumum heldur eigin innsæi og smekk.

Finnst þér að straumar og stefnur í innanhússhönnun vera að breytast? Hvað vill fólk í dag sem það vildi ekki fyrir fimm árum?

„Það er svo sem allt í gangi í innanhússhönnun. Þetta fer allt í hringi eins og ég hef oft sagt. Ég elti ekki mikið tískustrauma. Ég fylgi alltaf mínum sérkennum og treysti eigin innsæi. Einfaldleiki, og tímaleysi er alltaf hinn fullkomni grunnur fyrir mér en það er alltaf grunnhugmyndin þegar ég hanna heimili fólk. Svo dreg ég fram aðra mýkri efniviði eins og dökka viðinn sem ég nota mikið í hönnun minni. Dökkir litir í innréttingunum eru því oftast ráðandi í hjá mér,“ segir Berglind.

Nú hefur verið mikið í tísku að heilmála allt í gráum tónum. Er þetta svona ennþá?

„Það að heilmála veggi í þessum dökku eða ljós gráu tónum kemur ákaflega vel út og skapar hlýleika. Svarið er því já, ég nota gráa litinn 50/50 á móti hvíta litnum Ég er meira að segja farin að vera djarfari með gráu litina og farin að mála loftin í sömu litum og veggina. Það kemur mjög vel út.“

Hvert telur þú að verði næsta trend inni á heimilum?

„Ég get ekki spáð um það. Mér leiðist orðið trend. Mér finnst að fólk eigi alltaf að fylgja og treysta sínu innsæi og elta ekki of mikið tískustrauma. Fólk á því að skapa sinn persónulega stíl og vera óhrætt við það,“ segir hún. 

Berglind er mjög hrifin af gráum tónum.
Berglind er mjög hrifin af gráum tónum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Berglind Berndsen hannaði baðherbergið.
Berglind Berndsen hannaði baðherbergið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál