Mögnuð hönnun í Haukadal

THG arkitektar fengu það verkefni að hanna nýjan veitingastað, Súpu, á Geysi í Haukadal. Útkoman er góð en arkitektarnir unnu náið með smiðunum í MLR verk og sóttu innblástur í svæðið þarna í kring. Eins og landsmenn vita er Geysir er einn vinsælasti ferðamannastaður landins. 

Umgjörðin er byggð í kringum þjóðsöguna um risann Bergþór frá Bláfelli þar sem hann biður bónda nokkurn um að grafa sig í Haukadalnum þar sem árniður og klukknahljómur heyrist. 

Einar Geir hjá E&co túlkaði söguna í fallegum myndum sem prýða veggina. Staðurinn inniheldur mikið tréverk og kemur allt timbrið úr Haukadalsskógi og eins og sést á myndunum kemur það vel út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál