Kotasæla kaupir eitt verðmætasta húsið

Kotasæla ehf. er skráður eigandi hússins.
Kotasæla ehf. er skráður eigandi hússins.

Eitt verðmætasta hús landsins, Hrólfsskálavör 2, sem lengi var í eigu Helgu Gísladóttur kennda við Víði og 10–11 er komið í eigu Kotasælu ehf. Kotasæla ehf. keypti húsið formlega 9. júní síðastliðinn. 

Kotasæla ehf. er í eigu Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, en félagið heldur utan um jarðirnar Hvamm og Hvammsvík sem keyptar voru af Orkuveitu Reykjavíkur eftir útboð 2011. 

Smartland hefur fjallað nokkuð ítarlega um húsið að Hrólfsskálavör 2 en það er hannað af Steve Christer og Mar­gréti Harðardótt­ur á Studio Granda en verk þeirra eru löngu orðin landsþekkt. Þau hafa sópað að sér hönn­un­ar­verðlaun­um til dæm­is fyr­ir hönn­un Ráðhúss Reykja­vík­ur, Hæsta­rétt Íslands og Hafn­ar­hús Lista­safns Reykja­vík­ur.

Húsið er á tveim­ur hæðum og stend­ur á sjáv­ar­lóð á þess­um eft­ir­sótta stað á Seltjarn­ar­nesi. Búið er að ganga frá lóðinni að utan en þar er meðal ann­ars heit­ur pott­ur, gufubaðstofa og fleira sem nú­tíma­fólk með kröf­ur þarf að hafa.

Helga í Víði er eigandi hússins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál