Garðbekkur fékk nýtt líf

Garðbekkir hafa notið mikill vinsælda á bæði íslenskum og skandínavískum heimilum síðustu misseri. Lakkaðir garðbekkir þykja afar heitir og þess vegna ákváðum við Guðjón Finnur Drengsson sölumaður í Slippfélaginu að taka einn slíkan og setja hann í svartan lit í þættinum Upp á eigin spýtur. 

Verkið tók tvo daga. Við byrjuðum á því að pússa bekkinn upp, bursta hann vel og svo var hann grunnaður með Viðar grunnmálningu úr Slippfélaginu. Þegar bekkurinn var orðinn þurr lökkuðum við hann með svartri Viðar málningu. Við fórum tvær umferðir á bekkinn með henni. 

Í þáttunum Upp á eigin spýtur höfum við Guðjón Finnur Drengsson gert pall eins og nýjan og málað skjólvegg þannig að hann varð eins og nýr. 

Hér er búið að mála garðbekk hvítan.
Hér er búið að mála garðbekk hvítan. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál