Hér býr skattakóngur Íslands

Túngata 34 lítur svona út að utan.
Túngata 34 lítur svona út að utan.

Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen og skattakóngur landsins býr á Túngötu í Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Anna Margrét Jónsdóttir, festu kaup á húsinu 2015. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og er fasteignamat þess rúmlega 109 milljónir. 

Smartland Mörtu Maríu fjallaði um húsið þegar það var selt á sínum tíma. Umfjöllun um húsið er hægt að skoða HÉR

„Húsið, sem er eig­in­lega eins og höll, var teiknað af Guðjóni Samú­els­syni. Húsið var byggt 1926 og er 303 fm að stærð. Árið 2009 var það end­ur­nýjað mikið, skipt var um gól­f­efni og eld­hús svo dæmi sé tekið. Þegar húsið var end­ur­nýjað var þess vel gætt að það gamla, sem gef­ur hús­inu sjarma, fengi að halda sér. Í for­stof­unni eru til dæm­is svart­ar og hvít­ar flís­ar og litað gler í glugg­an­um sem hef­ur alla tíð verið þannig,“ sagði í frétt Smartlands Mörtu Maríu um húsið. 

Stuttu áður en Árni og Anna Margrét keyptu Túngötuna seldu þau afar sjarmerandi hús við Bergstaðastræti í Reykjavík. Húsið má skoða nánar HÉR

20 gjaldhæstu einstaklingarnir

Árni Harðarson.
Árni Harðarson. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál