Garðstóllinn fær nýtt líf

Við Guðjón Finnur Drengsson sölumaður í Slippfélaginu urðum okkur úti um gamlan og lúinn baststól sem eitt sinn hafði verið ógurlega fínn. Við ákváðum að hressa hann við. Við notuðum spreybrúsa frá Slippfélaginu í verkið.

Heiðgulur varð fyrir valinu en eftir að hafa spreyjað stólinn með spreylakki varð hann fantaflottur. Eins og sést í þættinum, Upp á eigin spýtur, er mjög einfalt að úða málningu á basthúsgögn. Það er ekki ósvipað og að setja hárlakk í hárið á sér.

Það sem skiptir mestu máli er að hafa um það bil 20 sm fjarlægð frá úðabrúsa að hlutnum sem spreyjaður er. 

Áður en við hófumst handa við að spreyja á stólinn grunnuðum við hann með spreyi sem fæst í Slippfélaginu. Þegar það var orðið þurrt tókum við venjulegt sprey og úðuðum á hann. Það þurfti að fara tvær umferðir með spreyinu til að gera stólinn eins og nýjan. Þegar því var lokið spreyjuðum við yfir með glæru spreyi. 

Baststóllinn fyrir og eftir.
Baststóllinn fyrir og eftir. mbl.is/Arnar Steinn Einarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál