Vilhjálmur og Anna Lilja selja slotið

Húsið stendur á glæsilegri lóð á besta stað í Garðabænum.
Húsið stendur á glæsilegri lóð á besta stað í Garðabænum. Ljósmynd/Fasteignamarkaðurinn ehf.

Stjörnulögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og fyrrverandi kærasta hans, Anna Lilja Johansen, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt á Markarflöt 16 í Garðabæ á sölu. Húsið keyptu þau Vilhjálmur og Anna Lilja í lok árs 2009 en þau slitu sambandi sínu í september á síðasta ári. 

Húsið, sem er 352 fermetrar, stendur á glæsilegri 1.065 fermetra útsýnislóð á besta stað í Garðabænum. Húsið var byggt árið 1968 en nánast allt var endurnýjað að innan og utan árið 2005 á afar vandaðan og smekklegan máta. Þá var lóðin einnig endurnýjuð að stórum hluta á sama tíma. Fasteignamat hússins er tæpar 87 milljónir króna.

Anna Lilja Johansen og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson eru farin í …
Anna Lilja Johansen og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson eru farin í sitthvora áttina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Húsið er á tveimur hæðum en í því eru fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Hjónasvítunni fylgir sér baðherbergi og fataherbergi. Eldhúsið er stórt, marmaralagt og með fallegum og vönduðum innréttingum og stórri eyju með marmara á borðum og speglum á hluta veggja. Gengið er niður tvö þrep úr holi og eldhúsi í glæsilegar samliggjandi bjartar stofur með gríðarlega fallegu útsýni og stórum gluggum.

Vil­hjálm­ur er hæsta­rétt­ar­lögmaður og er mikið í frétt­um vegna lög­fræðistarfa sinna og Anna Lilja hef­ur starfað við fata­hönn­un og fleira en hún varð áber­andi 2002 þegar hún tók þátt í Ung­frú Ísland og var val­in ljós­mynda­fyr­ir­sæta keppn­inn­ar. Hún var áður gift Þor­steini M. Jónssyni sem var for­stjóri Víf­il­fells um tíma.

HÉR er hægt að skoða húsið nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál