Sjávarútsýni og sundlaug á Seltjarnarnesi

Húsið við Sæbraut 5 er með sundlaug.
Húsið við Sæbraut 5 er með sundlaug.

Eitt af glæsilegustu húsum Seltjarnarness er komið á sölu. Húsið stendur á besta stað með afbragðsútsýni út á Atlantshaf og svo er sundlaug í garðinum. 

Húsið var byggt 1963 og er 295 fm að stærð. Húsinu hefur verið vel við haldið og er skipulag þess ákaflega gott. Þegar húsið var byggt var ekkert til sparað og ósköp vel vandað til verka. 

Sæbraut er ein eftirsóttasta gata Seltjarnarness. Á dögunum var húsið Sæbraut 1 kallað Kjarvalshúsið. Húsið var byggt fyrir listamanninn Jóhannes Kjarval og var það sérhannað fyrir þarfir hans sem myndlistarmanns. Stofa hússins átti að vera vinnustofa hans og er þar til dæmis vaskur og fleira sem fólk er yfirleitt ekki með í stofunni hjá sér. Oliver Luckett festi kaup á húsinu.

Hann er banda­rísk­ur viðskiptamaður, lista­verka­safn­ari og var fram­kvæmda­stjóri The Audience sem hjálp­ar stjörn­um í Hollywood að koma sér á fram­færi í gegn­um sam­fé­lags­miðla. Hann hef­ur til dæm­is unnið tölu­vert fyr­ir Björk okk­ar og á lista­verk eft­ir marga af þekkt­ustu lista­mönn­um Íslands. Lista­verka­safn Luckett ætti að fá að njóta sín á Sæ­braut 1 en húsið var sér­smíðað und­ir Jó­hann­es Kjar­val. 

HÉR og HÉR er hægt að skoða Sæbraut 5 nánar. 

Sæbraut 5.
Sæbraut 5.
Útsýnið úr húsinu er glæsilegt.
Útsýnið úr húsinu er glæsilegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál