Gullfallegt einbýli við Stafnasel

Húsið lítur afar vel út, en því fylgir tvöfaldur bílskúr.
Húsið lítur afar vel út, en því fylgir tvöfaldur bílskúr. Ljósmynd / Fasteignamarkaðurinn

Við Stafnasel í Reykjavík stendur stórglæsilegt 254 fermetra einbýlishús. Húsið, sem byggt er árið 1978, er allt hið smekklegasta en því hefur verið vel við haldið í gegnum tíðina.

Á efri hæð hússins er aukin lofthæð og útsýni glæsilegt í allar áttir. Eldhús og baðherbergi hafa verið endurnýjuð og eru nýleg gólfefni í flestum rýmum.

Þá er húsið í toppstandi að utan, auk þess sem lóðin er sérlega gróin og falleg.

Frekari upplýsingar um eignina má finna hér.

Forstofan er máluð í hlýlegum lit.
Forstofan er máluð í hlýlegum lit. Ljósmynd / Fasteignamarkaðurinn
Stofa, borðstofa og eldhús mætast í björtu og hlýlegu rými.
Stofa, borðstofa og eldhús mætast í björtu og hlýlegu rými. Ljósmynd / Fasteignamarkaðurinn
Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn.
Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn. Ljósmynd / Fasteignamarkaðurinn
Eldhúsið er nýlegt.
Eldhúsið er nýlegt. Ljósmynd / Fasteignamarkaðurinn
Í eldhúsinu er að finna huggulega eyju.
Í eldhúsinu er að finna huggulega eyju. Ljósmynd / Fasteignamarkaðurinn
Garðurinn er afar sjarmerandi og gróinn.
Garðurinn er afar sjarmerandi og gróinn. Ljósmynd / Fasteignamarkaðurinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál